Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 71
183
4 lærisveinum, sem borga mætti landlækni i með-
gjöt og fyrir kennslu þeirra og húsnæði; úr rikis-
sjóði skyldi gjalda hverjum lærisveini io ríkisdali
til fata- og bókakaupa. Bjarni stakk ennfremur
upp á því, að skipa skyldi einn lækni í hvern lands-
fjórðung.
Stiptamtmaður Rantzau og stjórnin fjellst áþess-
ar uppástungur Bjarna og Magnúsar amtmanns og
fjekkst svo konungs úrskurður fyrir því, io. október
1762, að ölmusustyrkurinn handa læknaefnum skyldi
vera sem áður var tilgreint, og ennfremur voru
kjör landlæknis bætt með því, að honum var veitt
leyfi til að flytja íslenzkan varning, 158 ríkisdala-
virði, kauplaust með skipum til Danmerkur, þar á
meðal lýsi, en eigi mætti hann flytja af því meira
en í mesta lagi 5 eða 6 tunnur og eigi mætti borga
öðrum andvirði lýsisins en þeim manni, sem Bjarni
gæfi umboð sitt til þess að kaupa fyrir sig meðöl.
þegar Bjarni var búinn að kenna tveimur pilt-
um nfl. Magnúsi Guðmundssyni og Hallgrími Bach-
mann, kom út kgs. úrskurður 20. júni 1766, erákvað
að skipa skyldi þá Magnús og Hallgrim fjórðungs-
lækna; skyldi biskup og amtmaður koma sjer sam-
an um, hvar hvor þeirra skyldi taka sjer bústað,
annar í Norðlendingafjórðungi og hinn í Vestfirð-
ingafjórðungi. Samkvæmt þessu var þá Magnús
skipaður f Norðlendingafjórðung og Hallgrímur í
Vestfirðingafjórðung; embættislaun þeirra hvors um
sig skyldu vera 66 rikisdalir á ári; hvorum þeirra
skyldu veittir 50 ríkisdalir í eitt skipti til verkfæra-
og bókakaupa, ennfremur leigulaus jörð til ábúðar.
í Austfirðingafjórðungi var skipaður Brynjólfur
Pjetursson 1772 með sömu kjörum.
Jón Einarsson, sem tekið hafði próf hjá land-
lækni 1776, sótti 1781 um að verða skipaður lækn-