Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 7
7
mönnum ekki ljóst enii þá. Sumir ætla, að þau sæki að
blaðdögginni, af þvi að þau haldi að hún se hunang.
Nokkrir hafa getið þess til, að einhver þau efni væru i
blöðunum, sem dýrin fyndu þef af í fjarska, en nokkrir
hafa viljað eigna það lit blaðanna.
Nú hefir smádýr Játið ginnast að einhverri sóldögg
og sezt á eina blöðkuna; fer þá ekki hjá því að það
lendi á einhverjum kirtildropanum; límist þá dropinn við
það, svo það verður fast við hárið; þegar dýrið finnur að
það er fast orðið, brýzt það um og reynir að losa sig,
en því meira sem það brýzt um, þvi meira atar það sig
i banadögginui; fer svo að lokum að andholur þess byrgj-
ast og lætur það svo líf sitt.
Nokkrum mínútum eftit, er dýrið iiefir fest sig á
kirtlinum, fer að bera á hreyfingu hjá hárinu; það fer
hægt og hægt að beygja sig inn á við og teygjast áleiðis
inn að blöðkumiðjunni; hér um bil io minútum eftir er
þetta hár hefir byrjað að hreyfast, þá fara fleiri hár að
beygja sig í sömu átt, bætast svo við fleiri og fleiri, unz
stór hópur er kominn á stað, og virðist svo sem þau
elti hvert annað. Fari nú svo, að fyrsta hárið nái alveg
inn að blöðkumiðjunni, svo að dýrið leggist ofan yfir
miðtaugina, þá taka nálega öll hárin þátt í hreyfingunni
og leggjast að bráðinni. Ef hárið nær ekki alveg inn að
miðjunni og bráðin lendir öðru megin við miðtaugina, þá
taka að eins hárin þeim megin þátt í hreyfingunni, en
hárin hinum megin bæra ekki á sér. Það getur og viljað
til að annað dýr festi sig í sama mund á hinni blöðku-
helftinni. Þá leggjast hárin þeim megin utan að því; þá
safnast þau í tvær hvirfingar, sitt hvoru megin við mið-
taugina. Hárin eru ekki hröð í hreyfingum, þau líða
hægt og hægt áfram. Hraði þeirra er bundinn ýmsum
skilyrðum. Hár á gömlum blöðum eru seinni en á ung-