Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 149
að Grænland er umflotin ey, og þekking nútíðarmanna á
landinu hefir þannig eigi náð öllu lengra en fornmanna
á ii.—13. öld. Hafís lá alt af við austurströndina, og
hafa eigi aðrir haft þar dvöl en einstöku sekir menn og
sjóhraktir, nema hafi Skrælingjar verið þar á ferð, eins
og ráða má af Flóamannasögu, þar sem segir frá Græn-
lands-hrakningum Þorgils orrabeinsfóstra, sem hefir fyrst-
ur manna kannað þá strönd, svo að sögur fari af.
Þorgils var maður hraustur og harðfengur. Hann
fór utan, er hánn var fullkominn að aldri, og vann þar
mörg þrekvirki á víkingaferðum. Síðan kom hann heim,
kvæntist hér (í annað sinn) og settist að búi. En að 13
árum liðnum vaknaði aftur hjá honum löngun til sjó-
ferða, og hann réðst til Grænlandsferða fyrir hvatir Ei-
ríks rauða, vinar síns. Arið 986 (iooi)1 lét Þorgils í
haf frá Faxaflóa með marga menn (30—40) á skipi; var
þar kona hans (Þórey að nafni) og (Þorleifr) sonur hans
uppkominn, nokkrir af vinum hans og allmargir þrælar,
auk kvikfénaðar. Jósteinn bóndi, félagi Þorgils, réð fyr-
ir sumu liðinu. Skipið velktist lengi úti (að sumra sögn
3 mánuði) og brutu þeir það loks »undir Grænlands jökl-
um í vík nokkurri við sandmöl; tók skipit í sundr í
efra rúmi; menn héldust allir, ok svá fé; bátr var ok
1) Al. Bugge ketur Þorgils fara utan (í Grænlandsferð-
ina) árið 1001, og fvlgir þar orðum sögunnar, seni telur
kristni komna á Island, áður en Þorgils byrjar ferð sína, en
þetta stafar vist at' misskiluiugi, og mun Þorgils hafa haldið
til Grætilauds sama sumarið og flestir fóru þangað með Ei-
ríki rauða. Hafi hann þá verið kristiun, tná ætla, að hann
hafi látið skírast á ferðum sínum fyrir vestan haf, en liklega
hefir hann eigi verið svo frásúinn Þór, sem sagan lætur, úr
því að hann nefnir son sinn Þ ó r f i n n (þanti er fæddist £
Grænlands-óbygðum).