Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 148
148
anna og hættum þeim, sem Grænlandsferðum eru sam-
fara, svo sem hafisum og »hafgerðingum« (sem menn
ætla nú að verið hafi hafskjálftar, er stafað hafi af jarð-
skjálftum neðansjávar). Þar er settur fram sá spurdagi,
hvers vegna menn fari til Grænlands, og svarað á þá
leið, að orsakir til Grænlandsferða sé fyrst mannsins nátt-
úra, sú að fara þangað, sem mikils er háska von og
gjöra sig af því frægan, þar næst forvitni og löngun til
að kanna ókunna stigu, og loks von um féföng, er hafa
megi af verzlun við Grænlendinga. Hér tekur höfundur-
inn fram hvatir þær, er knýja menn enn í dag til heim-
skautsferða og landaleita, og þær hafa einnigknúð Græn-
lendinga í fornöld til að kynna sér þetta mikla land, er
þeir bygðu að eins lítinn hluta af. Það er að sjá, að
fornmönnum hafi verið það fullkunnugt, að meginhluti
Grænlands er allur jökli hulinn,1 og segir Konungs-skugg-
sjá, að fáir viti um stærð landsins, en höfundurinn hallast
að því almennings-áliti, að það sé áfast öðrum megin-
löndum, enda virðist sú skoðun hafii verið drotnandi um
þær niundir, að land gengi frá óbygðum norðaustan við
Bjarmaland vestur til Grænlands-óbygða,2 eins og áður er
á vikið. Menn hafa ekki vitað fyr en nú fyrir skemstu,
1) Frá því er sagt í Sturl. 2. 39. I. 107, sbr. Bisk. I.
408. (»Guðm. saga hin elzta« 1. k.), að Einar Þorgeirssou frá
Hvassafelli í Eyjafirði hafi komist til óbygða á Grænlandi og
gengið á jökla til að leita bygða, en látið líf sitt, er dagleið
var til bygðar, og fundist síðar. S/nir þetta dæmi að forn-
menn hafa kannað jökulfláka Grænlands og komist langt.
Sbr. B. M. Ólsen í ísaf. 1889: »Friðþ. Nansen og Einarr
Þorgeirsson«.
2) Adam frá Brimum setur afstöðu Grænlands í sam-
band við »Riphaei montes« (0: Úralfjöllin, en frá norðurenda
þeirra gengur Nowaja Semlja út í haf).