Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 86
lenzku fyrr, og að það mundi því þarfaverk, að birta
hana á prenti.
Bókaskápar.
Einstakur maður, sem á að eins fá hundruð binda
(segjum 100—-500) af bókum, getur vel haft bókaskápa
með Jösturn hillum; en þá er haganlegast, að hver skápur
sé ekki yfir 1 */* alin á breidd, og mega hillurnar þávera
úr flettingum. Sé skápur breiðari, er betra að hafa hillur
úr s/4 þuml. eða 1 þuml. þykkum borðum, hóflega hefl-
uðum. Sé þær þynnri, vilja þær svigna undan þungan-
um. Bezt er að hafa skápa 8 þumlunga djúpa, allar hillur
jafn-djúpar, efri sem neðri. Sé um stærra safn að gera,
er bezt að hafa lausar hillur, er færa megi upp og niður,
svo auka megi eða minka hæðina milli hillna alveg eftir
vild og þörf.
Sé safnið ekki yfir 4—500 bindi, stendur á minstu,
hvernig bókunum er raðað, og er þá drýgst að raða þeim
að nokkru leyti eftir broti. Hillu-hœð kalla eg bilið frá
hverri hillu upp að þeirri næstu fyrir ofan. Sé hillur
fastar, er hæfilegt að hæð efstu hillu (d: bilið frá henni
upp að yfirborðsfjöl skápsins) sé 7 þuml. Hilluhæð 2.
hillu (að ofan) 8 (eða 8'/*) þuml. Hilluhæð 3., 4. og 5.
hillu 10 þumi. hverrar; 6. hillu 12 þuml. og 7 hillu 13
þuml. — Fleiri en 7 ættu hillur aldrei að vera. En vel
má og hafa 6. hilluna 11 þuml. og 7. hilluna 12. Því
að bezt er að láta háar bækur liggja flatar, en standa ekki;
þær þola illa að standa, einkum ef þykkvar eru, án þess
að losna úr bindi eða aflagast og skemmast.
Sé safnið stærra, er langbezt að hafa lausar hiliur,
og má þá haga hillu-hœíh'nni eftir þörfum, eftir því sem
bækurnar verða stórvaxnar til, því að þá má eigi raða
eftir broti, heldur eftir efni. [Þó má víkja það frá efnis-
röðun, að hafa neðst í hverjum skáp hillur fyrir bækur,