Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 6
6
hún nefnd sóldðgg (Droser rotundifolia) (sjá myndina í
Flóra íslands á bls 112); hún vex í mýrarþúfum hér og
hvar um land alt; hún vex og mjög víða í öðrum lönd-
um. Það er smávaxin jurt; verður ekki nema 1—2 þuml.
á hæð.
Blöðin sitja öll í stofnhvirfingu. Þau eru legglöng,
blakan er kringlótt, og er efra borð hennar alsett kirtil-
hárum. Kirtilhár þessi eru kylfumynduð: gildust eru þau
niðri við blökuna, en mjókka, er ofar dregur, en á end-
unum situr hnúðmyndaður kirtill. Upp úr hvirfingunni
vaxa mjóir stönglar, 1—3 að tölu; bera þéir blómin.
Blómunum er skipað í klasa; þau eru lítil og opnast að
eins í sólskini. Krónublöðin eru ljósleit; að öðru leyti
er jurtin dökkrauð að lit.
Hárin eru misjöfn að lengd, stytzt eru þau, sem
standa á miðri blökunni, og standa þau nálega lóðrétt;
eru þau lengri, sem utar standa, og hallast út frá blað-
miðjunni, en lengst eru þau, sem á jöðrunum eru, og
standa þau beint út; hárin sitja því í stjörnuskipan.
Mönnum hefir talist svo til, að á hverri slíkri blöku væru
frá 150—200 hár. Má það þétt heita, þar sem blöðin
eru að jafnaði ekki nema rúmlega '/s úr þumlungi að
þvermáli.
Ur kirtlunum á hárunum drýpur þykkur og tærvökvi;
hann er svo seigur, að tevgja má úr honum langa hár-
mjóa þræði; þegar kirtlarnir eru ekki ertir, er vökvi þessi
ekki meiri en svo, að hann situr í smádropum á kirtil-
hnöppunum.
Þegar sól skin á blökurnar, glitra droparnir mjög, svo
að blöðin sýnast öll döggvuð; þar aí dregur jurtin nafn-
ið (Drosera af gríska orðinu bpoao: =. dögg).
Dýr þau, sem jurtin veiðir, eru einkum smá skordýr.'
Menn hafa veitt því eftirtekt, að dýr þessi sækja rnjög
að blöðunum. En hvað það er, sem ginnir þau að, er