Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 129
i2.;
Um birtingu voru faxhárin á Kotick farin að rísa af
bræði. En þá fóru sækýrnar að hafa sig norður á bóg-
inn, ofurhægt, og staðnæmdust við og við til að heyja
flónsleg hneigingaþing. Kotick elti og sagði við sjálfan
sig: j-Svona vandræðalega heimskar skepnur hefðu verið
strádrepnar fyrir löngu, ef þær hefðu ekki fundið ein-
hverja eyju, þar sem þeim er óhætt. Og það sem er
heillavænlegt sækú í þvi efni, er gott fyrir sel. En hvað
um það, eg vildi að þær vildu flýta sér«.
Þetta var þreytustarf fyrir Kotick. Hjörðin fór
aldrei meir en 40—60 mílur á dag, nam staðar um
nætur til að bíta og hélt alt af með ströndum fram. Og
Kotick synti í kringum þær, yfir þær og undir þær, en
hann gat ekki fengið þær til að hraða sér svo hálfri
mílu næmi. Þegar þær komu lengra norður, háðu þær
ávalt hneigingaþing á fárra stunda fresti, og það lá við
sjálft, að Kotick biti af kampa sína af bræði, þangað til
'hann sá, að þær fóru eftir heitum vatnsstraumi; þá fór
hann að virða þær svolítið meir.
Eina nótt sukku þær eins og steinar niður glæjan
sjó og hertu nú sundið í fyrsta skifti eftir að Kotick
hafði kynst þeim. Kotick elti og furðaði sig á hraðan-
um, því að honum hafði aldrei komið til hugar, að sæ-
kýrin væri nokkuð til muna sundfær. Þær stefndu til
hamra nokkurra, sem risu upp úr djúpum sjó, og steypt-
ust niður í helli nokkurn undir hömrunum á 20 faðma
dýpi. Það var afarlangt sund og Kotick hélt við köfnun,
áður hann kæmist út úr hinum dimmu göngum, þar sem
sækýrnar höfðu farið yfir.
»Það sver eg við kampa mína« sagði hann másandi
og blásandi, þegar honum skaut aftur upp undir bert
loft, »að þetta var langt kaf, en hér eru líka laun fyrir
jaun«.
9