Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 160
iéo
haft veruleg áhrif á Johan Fritzner, því að Fritzner hafi
verið svo iangt á veg kominn í þeirn fræðum, að hann
hafi sjáifstæður verið í vísindaiðkunum sínum og rann-
sóknum. A stúdentsárum sínum hafði Fritzner þann sið,
að þá er sumarleyfið byrjaði, lagði hann af stað fótgang-
andi frá Kristjaniu til Björgvinjar, og á haustin fór hann
fótgangandi til Kristjaníu aftur. Hann varð því nákunn-
ugur suðurhluta Noregs. Og þessar ferðir voru að
nokkru leyti vísindalegar rannsókmr. Fritzner tók vel
eftir öllu, er fyrir auguti bar, og ritaði hjá sér það, er
markvert var og máli skifti. Hann safnaði sögum og
æfintýrum, og ýrnsu þvi, er að þjóðsiðum laut að foruu
og nýju; en hann gaf og gaum alþýðumálinu, og þóttist
þá sjá, að hinar norsku mállýzkur væru beint runnar af
þeirri tungu, er á voru rilaðar hinar fornu bókmentir eða
fornritin, eða að sú tunga hafði þannig breyzt á vörurn
þjóðarinnar. Þessar rannsóknir á hinu norska alþýðutnáli
urðu til þess, að Fritzner fór að leggja enn rneiri stund
á fornritin.
Fritzner tók guðfræðispróf i júní 1832. Hann dvaldi
síðan enn 2^2 ár í Kristjaníu og hélt áfram vtsindaiðk-
unum sínurn. 1835 varð hann skólakennari við latínu-
skólann i Björgvin; en hverri tómstund, er hann fekk frá
kenslustörfunum, varði hann til þess, að leggja stund af
öllu hinu rnikla kappi sínu á fornmálið; fekk hann í sin-
ar hendur öll fornrit þau, er þá voru prentuð, og safn-
aði orðum úr þeim; jafnframt las hann öll fornbréf á
skinni, þau er hann gat náð í, og safnaði orðum úr þeim.
Þetta gerði hann að eins til afnota fyrir sjálfan sig, en
eigi kom honum þá enn til hugar að semja orðabók, eða
að upp úr þessum orðasöfnum hans mundi orðabók
verða samin. En svo varð þó síðar.
Fritzner hafði aldrei ætlað sér, að verða til lengdar
við skólakensluna í Björgvin, eða dvelja þar langa hríð.