Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 164
164
þrek hans var enn óskert, þótt hann væri kominn á efri
árin. Hann reis snemmu úr rekkju, og tók til starfa um
miðjan morgun og vann hvíldarlaust til nóns. Þá neytti
hann miðdegisverðar með konu sinni og börnum. En
síðan tók hann þegar aftur til vinnu, og hélt áfram langt
fram á kveld. Þannig vann hann sumar og vetur. Þá
er kalt var á morgnana á vetrum, tók hann þó til vinnu
um miðjan morgun; kveikti hann þá ljós, klæddist loð-
kápu, og stóð svo við ritborð sitt og skrifaði.
Arið 1882 var Fritzner komin svo langt með orða-
bókina, að honum þótti byrja mundi mega á því, að
prenta hana, og gerði sér von um, að prentun bókarinn-
ar mundi verða lokið á tveimur árum. En brátt varð
auðsætt, að eigi mundi þetta ná fram að ganga á svo
skömmum tima. Fyrsta hefti bókarinuar kom út 1883,
og næstu heftin komu hvert á fætur öðru. En efnið i
bókina fór æ vaxandi í höndutn Fritzners, því að hann
vildi gera bókina svo fullkomna sem frekast mætti verða,
og engu sleppa, því er hann ætlaði, að að gagni mætti
verða. Lenti hann þá oft í nákvæmlegum rannsóknum
um ýms efni og varði til þeirra miklum tima. Flestar
rannsóknir þessar tók hann upp í orðabókina, en sumar
eru prentaðar á öðrum stöðum. Svo voru og önnur
störf Fritzners, er töfðu útgáfu orðabókarinnar. Hann
var einn í nefnd þeirri, er rannsaka skyldi og ákveða,
hversu staðanöfn væru réttast ritin, og vann ótrauðlega í
þeirri nefnd. Hinir nefndarmennirnir voru háskólakenn-
ararnir Sophus Bugge og Rygh; en nefnd þessi hafði sett
verið sökum þess, að stofna skyldi til nýrrar jarðabókar.
Fritzner fór þá um mörg surnur (fyrir og eftir 1880)
langar ferðir, til að rannsaka staðhætti, í þvi skyni, að
reyna á þann hátt að finna þýðingu ymissa staðanafna.
Menjar þessara rannsókna sjást víða í orðabókinni. Þrátt
fyrir allar þessar frátaíir var þó 1. bindi orðabókarinnar