Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 75
75
2*/s—3 franka. Tekjur gistiskála og fæðishúsa á Sviss-
landi árið 1898 teljast hafa nurnið 100 millíónum franka;
þar af var '/» hlutinn hreinn ágóði. Margt manna ferð-
ast á ári hverju til Svisslands til þess að ganga á jökla.
Eru jökulgöngur geysidýrar, því að bæði kostar útbúning-
urinn mikið fje og fylgdarmenn þó enn meira; 7—8
stunda fylgd yfir jökla, sem eru illir yfirferðar, kostar
stundum jafnvel 70—100 franka; er það og eðlilegt, því
að slíkar ferðir eru mjög svo hættulegar og hafa stytt
mörgum jökulleiðtoga aldur.
Járnbrautir á Svisslandi eru tiltölulega fleiri og lengri
en annarstaðar i Evrópu, að Belgíu undanskilinni. Járn-
brautir þar í landi eru samtals 3500 kílómetrar og væri
þeim jafnað niður á alla íbúana, telst svo til að 1 metri
kæmi á hvert mannsbarn. Sætir það því meiri íurðu,
sem erfiðleikarnir við lagning sumra brautanna virðast
•óklífandi. Mesti halli á venjulegum brautum er 45
mm. á metrinum; á tannhjólabrautum er hallinn jafnvel
570 mrn. á 1 metri.
Hvergi í Evrópu munu vera fleiri dalbrýr og göng,
sem lestirnar fara í gegnum, heldur en á Svlsslandi. Sum
göngin eru býsna löng, þannig eru ein þeirra, sem Gott-
hardslestin fer um, 14912 metrar, og á þeirri braut einni
■eru alls 35 göng. Nú um nokkur ár hefir verið starfað
nð því að leggja járnbraut upp að og upp i gegn um
»Jungfrau«; var svo ráð fyrir gert, að brautin gengi upp í
gegn urn jökulinn og upp á tind hans. En vandsjeð er,
hvort risafyrirtæki þetta verður nokkurn tíma til lykta
leitt, því að maður sá, er veitti því forstöðu, ljezt svip-
lega fyrra sumar og fýsir nú fáa mannvirkjafræðinga til
að halda áfram starfi hans. Yfirleitt borga svissneskar
ámbrautir sig vel nú á síðari árum. Um Gottharðsbrau t-
ina fóru 1898 um 1,900,000 manna og hlutabrjefaeigendur
ífengu 7°/o. Árið sem leið gáfu hin mörgu járnbrauta-