Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 57
57
Spara því Svisslendingar hvorki íje nje krapta til þess að'
afstýra þeim eða að minnsta kosti að varna þvi, að þau
valdi stórtjónum. Beztu varnirnar mót snjóflóðum og
smærri jökulhlaupum em skógarnir; mundu margar hlíðar
og dalir vera alls kostar óbyggjandi, ef menn hefði ekki
gróðursett þar skóga með ærnum kostnaði, til þess að
varna því, að snjóflóð hlypi fram; auðvitað eru slíkir skóg-
ar algerlega friðaðir. Hlaup í jökulám eru og alltíð; en
nú á siðari árum hefur hugvitssömum mannvirkjafræðing-
um víðast hvar tekizt að koma í veg fyrir stórtjón af
þeirra völdum. Lang-.hryllilegust eru þó skriðuhlaupin og
fjallahrunin. Hafa þau frá alda öðli bakað landinu ómet-
anlegt tjón og enda eytt heilar borgir og hjeruð. Skrið-
umar stafa af því, að einhver hnúkur eða fjallstindur veðr-
ast eða leysist sundur fyrir áhrif hita og kulda, sólbráðar
og jökulvatns, og steypist svo einn góðan veðurdag koll-
hnisu ofan hlíðarnar og niður í dalina. Eitthvert hið
elzta fjallahrun, er sögur fara af, gerðist árið 563, þegar
fjallið Tauretunum steyptist ofan i Genfervatnið. Enn
hroðalegri var þó skriða sú, sem 4. sept. 1618 gjöreyddi
borgina Plurs í Suður-Sviss og varð 2500 manna að fjör-
tjóni; nú er skriða sú gróin og skógi vaxin, en er talin
20 m. djúp. 1806 fjeli skriða á bæinn Goidau; fór-
ust þar 457 manná.
St. Gottharðsbrautin gengur yfir skriðu þessa og geta
menn sjeð glögg verks ummerki hennar úr eimlestarglugg-
unum.
Þó að engin jökulhlaup eigi sjer stað, mjakast jök-
ullinn (sbr. orðið, skriðjökull) smátt og smátt ofan í dal-
ina og rjenar að því skapi. Þegar þetta hefir gengið
nokkur ár, fer jökullinn aptur að vaxa. Eru til all-ná-
kvæmar skýrslur um vöxt og rjenun svissneskra jökla a
þessari öld. Svo telst til, að skriðjöklar sjeu þar nú 471.
Jökulmörkin eru venjulega 2800—2200 m. yfir sjávar-