Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 102
102
ar fyrst er í skáp raðað, að skilja eftir autt rúm í hverri
hillu; alls má byrja með hillurúmi fyrir alt að helmingi
fleiri bækur, en þá eru til. Að jafnaði má áætla, að io
—12 bindi fylli jets lengd af hillurúmi. Þar sem tíma-
ritum er skipað sæti, má ávalt ætla ríflegt rúm fyrir
framhaldi. Hverja nýja bók á að setja inn í sína réttu
röð eftir flokks-tölu og aðfanga-tölu. Verður því, á nokk-
urra ára fresti að minsta kosti, að flytja til úr einni hillu
í aðra, og úr einum skáp í annan.
Skrásetning.
Bókasafn án bókaskrár er eins og fjársjóður fólginn
í jörðu. Enginn hefir gagn af bók í bókasafni, ef hann
veit ekki, að hún er þar, eða getur ekki fundið hana.
Maður spurði mig í vetur, hvort mér þætti ekki vel
fallið, að þýða »original« (lýs.o.) á islenzku með »frum-
sýnn«; sér hefði dottið sá nýgervingur í hug. Ég brosti
og sagði: »Jú, þann nýgerving hefi ég notað á prenti
fyrir mörgum árum«. Honum kom það óvart, spurði,
hvar ég hefði haft þetta orð; hann trúði mér auðsjáanlegn
ekki. Það kvaðst ég ekki muna, líklega einhvers staðar
í »Skuld« eða »Þjóðólfi«. »Það væri gaman, ef þér gæt-
uð fundið það«, mælti hann. En ég örvænti um það.
En svo datt honum ráð i hug; hann fór og sló upp i 3.
orðasafni dr. J. Þ., og fann þar »frumsýnn« í Skuld,
V, 4^a. 27. Að finna bók í stóru bókasafni án bóka-
skrát, er jafn-erfitt eins og að finna orð í prentuðu máli
án orðabókar.
Þrjár höjuðaðjerðir eru við skrásetning, eða samning
bókaskrár.
1. Höjundaskrá. Þar er fyrst ritaður höfundur bók-
arinnar (föðurnafn eða ættarnafn fyrst, skírnarnafn á eft-
ir), og síðan titill; t. d.: »Hjörleifsson, Einar: Vonir.
Rvík 1890,« — »Ólafsson, Jón: Söngvar og kvæði. Efð.