Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 130
1)0
Sækýrnar höfðu dreift sér og voru í niakindum að
bíta fram með fegnrstu fjörunum, er Kotick hafði nokk-
urn tíma litið. Þar voru milulangar spildur af sléttnún-
um klöppum, sem voru eins og beinlínis gerðar undir
sellátur, og upp af þeim voru hallandi leikvellir af hörðum
sandi; og þar voru balar fyrir seli til að dansa á og
hátt gras til að velta sér í og sandhólar til að klifrast
um; en það sem öllu tók fram, var, að Kotick fann á
sjónum, sem aldrei svikur sannan fönguð, að þarna höfðu
aldrei neinir menn komið.
Hið fyrsta, sem hann tók til bragðs, var að ganga úr
skugga um, að þarna væri gott til fiskifanga, og því
næst synti hann fram með fjörunum og kastaði tölu á
hinar lágu, yndislegu, sendnu eyjar, sem voiu reifaðar
fögrum þokuslæðingi. Til norðurs lágu sandrif, grynn-
ingar og flúðir, sem ekki mundu leyfa nokkuru skipi að
komast innan sex mílna fjarlægðar frá ströndinni; en milli
eyjanna og meginlandsins var djúpur áll, sem náði upp
að þverhníptum björgunum, en einhversstaðar undir
þeim var hellismunninn.
»Þetta er Novastosha í nýrri mynd, en tíu sinnum
betri« sagði Kotick. »Sækýrin mun vera hygnari en
eg ætlaði. Menn geta ekki komið niður hamrana, jafnvel
þó að þeir væru þarna, og grynningarnar hafsmegin.
mundu brjóta hvert skip í spón. Ef nokkurstaðar i haf-
inu er óhætt, þá er það hér«.
Hann fór að hugsa til selsins, er hann hafði skilið'
eftir. En þó að asi væri á honum að komast aftur tii
Novastoshna, þá kannaði hann vendilega nýja landið, svo
að hann gæti svarað öllum spurningum.
Því næst kafaði hann til hellismunnans og brunaði
norður úr. Enginn nema sækýr eða selur hefði látið sig
dreyma, að slíkur staður væri til, og þegar Kotick varð