Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 13
all-mikið út, svo að rúm verður fyrir það á milli þeirra;
annars falla þær nálega fast saman.
Þegar blakan hefir lokað dýrið inni, fara kirtlarnir
að gefa frá *sér meltivökva; líkist hann meltivökva sól-
döggvarinnar. Er hann stundum svo mikill, að það drýp-
ur niður af blaðinu; hann meltir bráðina og gerir hana
hæfa til næringar jurtinni.
Eigi hreyfist blakan, þótt regn falli á hana; ef sand-
ur eða önnur ólífræn efni berast á blökuna og snerta
broddana, þá lokast blakan á sama hátt sem það væri
fluga, en eigi er hún þá nema skamma stund lokuð,
sjaldan meir en sólarhring, Blökurnar eru eftir því leng-
ur lokaðar, sem meiri næring er i bráðinni, en það fer
þó nokkuð eftir öðrum atvikum. Það eru dæmi
þess, að blaka hefir verið lokuð nálega mánuð.
Menn hafa mjög fengist við að rannsaka hreyfingu
blaðanna á jurt þessari og hafa komist að því, að hún er
mjög Hk vöðvahreyfingu dýranna. Það er og eftirtekta-
vert, að menn hafa fundið rafmagnsstraum í blöðunum.
Þessi rafmagnsstraumur er bundinn við hreyfingu blaðs-
ins, og öll erting, er blaðið verður fyrir, veldur breytingu
í straumnum.
Hremmiblakan vex á votlendi; verða helzt flugur
henni að bráð. Eigi getur sama blaðið veitt oftar en
i — 3 sinnum; þegar það eldist, stirðnar það svo að það
getur ekki lokast. Lætur það þá af veiðum.
3. Kögurblökukynið (Aldrovandi). Fáar tegundir telj-
ast til kyns þessa. Ein tegundin vex í Suður- og Mið-
Evrópu. Köllum vér hana kögurblöku (Aldrovandia vesi-
culosa). Það er rótarlaus jurt, er vex í síkjum og tjörn-
um, þar sem vel nýtur sólarhitans. A veturna liggur
hún á vatnsbotninum, en kemur upp á vorum til að
blómgast, og dvelur á vatnsborðinu yfir sumarið. Blöð-
in eru lík blöðum hremmiblökunnar, en engir broddar