Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 73
7 'i
sem er bæði ervið og hættuleg. Uppi á fjallseggjunum
og hamrahillunum fyrir ofan hina eiginlegu fjallhaga, sem
er skipt með mikilli nákvæmni milli sveitafjelaganna, eru
opt grastór, sem lifandi peningur kemst ekki að. Sviss-
lendingar nefna grastór þessar ,wildheuplátze (útheyja-
svæði). Af því að hvert grasstrá þykir dýrmætt á Sviss-
landi, en það á hinn bóginn er ókleift að skipta slíkum
grastóm, kveður sveitanefndin svo á, að hvertheimili megiað
eins senda einn mann til heyfanga á giastórnar og til
tekur daginn, er slátturinn á að byrja. Fara sláttumenn-
irnir heiman að um lágnætti kvöldinu áður með Ijái, fjalla-
prik, mannbrodda og net til þess að hirða heyið í,
og vera við uppkomuna, þegar er lýsir af degi. Ef
sláttumaðurinn fær gott veður, getur hann á einum degi
slegið og rakað sem nemur io fjórðungum af heyi; en
ef óveður skellur á, hefur hann unnið fyrir gíg. Þegar
hann er búinn að slá grasið og láta það í netið, er mesta
raunin eptir: að klifrast ofan klungur og klettaskorur
með heyið á bakinu. En menn þessir þurfa á áræði,
þreki og styrkum fæti að halda. Munu þeir fara nærri
um það, sem vita, hvilíkum hættum það er bundið að
fara í fjöll.
Sviss hefir um langan aldur verið mikið iðnaðarland
og telst svo til, að 300,000 karla og kvenna lifi ein-
göngu á iðnaði. Helztu iðnaðargreinar eru baðmullar-
vefnaður, hörljereptavefnaður og silkigerð, skrautgripa-
smíði, ýmis konar útskurður í trje og bein, er þykir bera
af öðrum útskurði, og loks mikil og arðsöm úragerð. I
Chaux de Fonds, Locle og öðrum þorpum þar í kring
eru árlega búin til 300,000 úra; nemur söluverð þeirra
36 milliónum franka eða 120 fr. að meðaltali fyrir hvert
úr. Svissnesk úr þykja taka öllum öðrum úrum fram að
rjettum gangi og gæðum.
Löggjöfin hefir nú á seinni árum leitazt við að komæ