Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 115
sunds fyr en þeir eru 6 vikna gamlir; ella muni þeir
drukna eða lenda í hvalskjafti).
Auðvitað skildi stubburinn ekki orðin í fyrstu. Hann
væflaðist og skreiddist um við hlið móður sinnar og lærði
að forða sér, þegar faðir hans átti í áflogum við annan
sel og þeir veltust öskrandi um sleipar klappirnar. Matka
var vön að sækja sér æti úr sjó, en Kotick var ekki fóðr-
aður nema annan hvern dag; en þá át hann eins og hann
gat og þreifst á því.
Eitt hið fyrsta sem hann gerði var að draga sig upp
á landið fyrir ofan fjöruna, og þar hitti hann fyrir tugi
þúsunda af kópum á sinu reki, og þeir léku saman eins
og hvolpar, sofnuðu á hreinum sandinum og léku sér
svo aftur. Gamla selfólkið í látrunum skifti sér ekkert
af kópunum, og yngisselirnir héldu sig sér, svo að sela-
börnin höfðu gott tóm til að leika sér.
Þegar Matka kom til lands úr djúpsævar veiðiförum
sínum, sneri hún rakleiðis til leikvallarins, kallaði eins og
ær jarmar á lamb og beið unz hún heyrði Kotick væla.
Því næst stefndi hún til hans þráðbeint, og bylti óþyrmi-
lega frá sér á báða bóga ungviðinu, sem varð á leið
hennar. Þar voru alt af mæður svo hundruðum skifti að
leita að börnum sínum á leikvöllunum, og krakkagreyin
fengu margan skell. En eins og Matka sagði við Kotick,
»ef þú. geymir þess að liggja ekki í forugu vatni og fá
kláða, og nugga ekki sandkornum inn í skurð eða skrámu,
og ef þér verður aldrei að leggja til sunds þegar bólginn
er sjór, þá verður þér ekkert að meini«.
Kópar kunna ekki að synda fremur en smábörn, en
þeim líður illa þangað til þeir haía lært það. Fyrst þeg-
ar Kotick lagðist í sjó, tók hann bylgja og bar hann út
lengra en svo að hann næði til botns; og stóra höfuðið
hans sökk, og lillu afturhreifunum skaut upp, alveg eins
8*