Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 134
sellátrum, til hinna kyrru, friðsælu stranda, þar sem Kotick
situr öll sumur og verður með ári hverju feitari, stærri
og sterkari, en yngisselirnir leika sér í kringum hann t
hafinu, þar sem aldrei kernur neinn maður.
Um Rudyard Kipling.
lludyard Kipling er fæddur í Bombay á Indlandi
1865, af enskum foreldrum.
Hann er allra manna frægastur, þeirra er nú rita á
enska tungu. Hann er jafnsnjall í bundnu ntáli og ó-
bundnu og »veit alt«. Hann smýgur — að sögn — inn
í huga hvers manns og hvers kvikindis, og veit t. a. m.
nákvæmlega, hvernig íiskimaðurinn á Newfoundlandsmið-
unum hugsar og enski hermaðurinn á Indlandi og aparn-
ir í trjánum. Meiri ritlaun hafa honum verið borguð en
dæmi eru til um önnur skáid; fær hann t. a. m. nærri 2
kr. fyrir hvert orð, sem hann ritar í tímarit, og fyrir kvæði
eitt ekki langt — nokkur erindi — sem hann orti 1899,
fekk hann um 19,000 kr. (sem hann gaf til styrktar ekkj-
urn hermanna þeirra, sem íélli í Suðurafríku).
Vinsældir sínar á Kipling nú ekki eingöngu að þakka
snild sinni, heldur einnig þvi, að hann er ákafur alríkis-
sinni (imperialist) og herskár rnjög í kvæðum sínum.
Einna frægast af ritum hans er »The Jungle Book«,
safn af dýrasögum, er allar fara fram á Indlandi, nema sú
sem hér er þýdd, og allar bera þær vott um, hvað höf-
undurinn er glöggur og getspakur og elskur að náttúr-
unni. Annars virðist hann, eins og áður er á vikið, fær
í flestan sjó, og er ekki laust við, að hann sýni stund-
um fróðleik sinn meir en þörf er á sögunnar vegna.
»Hvíti selurinn« er afbragðs-lýsing á selalífi. Höf-
undurinn þekkir skapnað selanna eins og dýrafræðingur
og lifnaðarhætti þeirra eins og selveiðamaður, og, eins og