Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 119
þeir inn i landið til leikvallana og veltu sér fram og aft-
ur í nýja villihveitinu og sögðu sögur af því, hvað þeir
höfðu aðhafst meðan þeir dvöldu í sjó. Þeir töluðu um
Kyrrahafið eins og drengir mundu tala um skóg, þar »em
þeir hefðu verið í hnotaleit, og ef einhver hefði skilið þá,
hefði hann getað farið burt og gert þann uppdrátt af
þessu hafi, að slíkur er ekki til. Þriggja og fjögra vetra
yugisselirnir komu brunandi niður af Hutchinson-hól og
æptu: »Verði ekki fyrir okkur, kópaangar, hafið er djúpt
og þið vitið ekki um alt, sem í því er enn. Bíðið þið
þangað til þið hafið farið fyrir Horn. Hí! þú vetrungur,
hvar náðirðu í þennan hvíta feld?«
»Eg náði ekki í haun«, sagði Kotick, »hann óx«.
Og rétt í því hann ætlaði að velta um hrygg þeim, er
talað hafði, komu tveir svarthærðir, breiðleitir, rauðir
menn frarn undan sandhól, og Kotick, sem hafði aldrei
séð mann áður, hóstaði og beygði niður höfuð sitt.
Yngisselirnir skokkuðu undan nokkra faðma og námu svo
staðar og gláptu á mennina, eins og tröll á heiðríkju.
Mennirnir voru sjálfur Kerick Booterin, foringi seladráp-
aranna á eynni, og Patalamon sonur hans. Þeir komu
frá þorpi einu litlu, sem lá ekki hálfa milu frá sel-látrun-
um, og erindi þeirra var að velja úr þá seli, sem þeir
ætluðu að reka í drápskvíarnar, (því að selirnir eru rekn-
ir eins og sauðfé), svo að þeim yrði breytt í selskinns-
treyjur síðarmeir.
»Hó!«, sagði Patalamon. »Líttu á! Þarna er hvít-
ur selur!«
Keriek Booterin fölnaði upp undir lýsinu og sótinu,
því hann var Aljúti og Aljútar eru ekki þriflegir menn.
Því næst fór hann að þylja bænir sínar. »Snertu ekki á
honum, Patalamon. Það hefir aldrei verið hvítur selur
síðan — síðan eg fæddist. Ef til vill er það svipur