Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 145
145
bjarnarsker eru, og engar eyjar liggja (miðja vega) milli
Grænlands og íslands, en á hollenzkum landsuppdrætti
frá 1508 er mynduð ey milli Islands og Grænlands, og
þess jafnframt getið, að ey þessi hafi brunnið gjörsam-
lega árið 1453. Vera má, að hér sé átt við Gunnbjarn-
arsker, og þau hafi eyðst (sokkið) í eldgosi.
Eiríkur rauði hélt beint í vestur frá Breiðafirði og
virðist hafa fengið mjög greiða ferð. Hann »sigldi und-
an Snæfellsjökli, ok kom utan at Miðjökli, þar sem Blá-
serkr heitir«. Þetta fjall haida menn sé hið sama og
snælausi jökullinn, sem danski höfuðsmaðurinn Graah
fann árið 1830 á 64° 18' n. br., beint í vestur frá Snæ-
fellsjökli, á austurströnd Grænlands. En strönd þessi var
þá, eins og nú, lokuð af hafisum og ómögulegt að ná
þar landtöku,- svo að Eiríkur »fór þaðan suðr með landi,
at leita þess, ef þannig var byggjandi«. Hann sigldifram
hjá Hvítserk (þar sem nú heitir Kap Farvel) og þaðan
vestur um Hvarf, og er eigi ljóst, hvar hann tók land í
þetta sinn og hafði hina fyrstu vetrarsetu, en næsta sum-
ar fór hann aftur og fram með ströndinni til að kanna
landið, og hefir líklega komist alt norður til Diskó-flóa.
Hitt er líklegra, að þeir félagar hafi átt vetrarsetu á austur-
strönd Grænlands (sbr. »útnorör í haf«) fyrii norðan 70°,
t. d. í Scoresby-sundi eða Franz-Jósefsfirði, þar sem hafís er
jafnan minni en móts við ísland, og hafi einhverir verið
ibúnir að hrekjast þatigað áðttr og fela þar fósjóðinn, er
Styrbjörn fann. Það bendir líka á austurströnd Grænlands
norðanverða, að þeir Hrólfur komust þaðan til Hálogalands,
og munu þeir hafa leitað lands til austurs og svo farið
langt fyrir norðan ísland. Frá þessari ferð gæti verið vísa
Snæbjarnar um hverina miklu »Úti fyrir jarðar skauti«
(hafsaugað); Hvatt kveða hræra Grotta j hergrimmastar
skerja« 0. s. frv. (Sn. E. I. 328).
10