Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 32
32
ir að öllum líkindum líká verið hestur. Þó er mögu-
legt, að það hali verið bjarndýr, þótt þau séu reyndar
ekki skiótt að lit.
Hestar munu iiggja til grundvállar fyrir fleirum
skrimslasögum, og svo var um skrimsl eitt, er sár.t í
Hríséy á Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Það bar til á
Syðstabæ nálægt 1873, að verið var að lesa húslestur að
kvöldi dags um vetrartíma. Þar bjó þá Jörundur Jóns-
son. Hann þurfti að bregða sér út, en kom inn aftur áð
vörmu spori með öndina í hálsinum, og bað að slökkva
ljósin í snatri og hætta að lesa, því skrimsl mikið færi
utan aðbænum, og glamraði í. Þetta var gert, og sátu
menn um hríð í þreifandi myrki, og voru mjög smeyk-
ir. Nokkru seinna var farið út, því mönnum þótti Mk-
legt, að skrimshð mundi vera horfið aftur fiá bænum,
og sást þá, að hestur frá Yztabæ stóð á hlaðinu, og var
„síldur nijög; hafði Jörundur séð til: hans, þegar hann
kom utan að.
HúsavikurskrimsMð hefir verið selur eða öflu fremur
tveir seMr, eins og sagt er í sögunni sjálfri. Það er ekk-
ert óeðMlegt við það, þótt hátt öskur heyrðist til skrimsl-
isins, því selir geta öskrað voðalega,1 2 og er öskri þeirra
oft jafnað saman við nautsöskur, en rostungaöskri er
jafnað við ljónsöskur, sem er voðalegast allra öskra. Sel-
ir liggja til grundvallar fyrir mörgum fleiri sjóarskrimsla-
sögum, svo sem tveinmr nýjum sögum, sem ekki eru
prentaðar hér, annari úr Fljótum í Skagafirði, en hinni
úr Arnarfiði vestra. Fjörulalli þeirra Vestfirðinga8 er
ekki heldur annað en selur, og kemur sköpulag hans og
göngulag vel heim við hvorttveggja hjá selnum. Aftur
er það hin mesta fjarstæða, að selur geti átt afkvæmi
1) Sjá t. d. Ferðabók Eggerts Ólafssouar, bls. 586.
2) Huld IV, bls. 73—74.