Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 166
166
og semj-i skrá yfir þær. Hann lagðist veikur í »inflú-
enza« i nóvembermánuði. Hann lá stutt, og andaðist
17.' dag nóvembermánaðar 1893, og var þá 81 árs og
7 mánaða gamall. Kona hans lifði hann og þrjár dætur
þeirra og einn sonur.
Orðabók Fritzners var öll komin út 1896. Það, er
eigi var komið út, er hann varð frá að hverfa, var alt
til í handriti eftir hann. Það er um orðabók þessa að
segja, að hún er mjög vandvirknislega af hendi leyst,
réttorð, nákvæm og áreiðanleg, og er þetta auðvitað eigi
svo að skilja, að ekkert megi að henni finna. Og eitt
er einkennilegt við hana og gerir hana mjög mikilsverða,
og það er, að Fritzner lætur eigi lenda við það, að þýða
orðin á norsku, heldur skýrir hann orðin, lýsir hlutun-
um, lýsir siðum og háttum og ýmsu fornu fyrirkomu-
lagi. Ymsar greinar í bókinni eru því sem smáritgerðir
um það efni, sem ræðir um. Þetta gerir bókina bæði
fróðlegri og skemtilegri en orðabækur eru venjulega, en
það lengir hana og að miklum mun. En Fritzner var
og manna færastur til að hafa orðabókina þannig úr garði
gjörða, því að hann hafði safnað afarmiklu til þjóðmenn-
ingat- og þjóðsiðasögu að fornu; en þá sögu entist hann
eigi til að semja og tók sér það mjög nærri að síðustu;
en hann kvað svo á í banalegunni, að þetta safn sitt
skyldi verða eign háskólans í Kristjaniu, og ætlaði, að þá
rnundi það helzt að notum koma, þótt síðar 3'rði. Fritzn-
er var maður frábærlega víðlesinn, og ber orðabókin vott
um það.
Fritzner var mikill maður vexti og hraustmenni.
Hann var fríður sínum, og andlitið nokkuð einkennilegt
— augun stór, fjörleg og gáfuleg, og lágu nokkuð djúpt.
Hárið var mikið og náði á axlir, hvitt af hærum. Svip-
1) Ark. f. nord. Fil. 1894, N. F. VII. 102.