Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 85
tilhögun eftir eðli, stærð og tilgangi safnsins. Miklu ná-
kvæmari flokkaskifti þarf að hafa á safni, sem tekur yfir
50,000—100,000 bindi eða meira, heldur en á safni, sem
að eins tekur yfir 10,000—20,000 bindi, hvað þá heldur
á safni, sem að eins hefir 1000 bindi eða minna. — Svo
gefur og að skilja, að nákvæmni flokkaskipunar fer ekki
eftir bindafjölda safnsins eingöngu, heldur eftir þvi, hve
auðugt eða fátækt safnið er í hverri einstakri fræðigrein.
Það er auðvitað, að bóknsafn, sem ekki hefir nema 6000
bindi, en öll um guðfræði eina eða trúarbrögð, þarf að
hafa miklu nákvæmari deilda og undirdeilda skiftingu í
þessari grein (trúarbrögðum), heldur en 60,000 binda
safn, þar sem ein 600 bindi eru um trúarbrögð.
En hér ætla ég í þessu greinarkorni að eins að ræða
um smá bókasöfn hér á landi, svo sem fjórðungs-bóka-
söfnin, söfn lestrarfélaga o. s. frv.
Tilefnið til, að ég rita grein þessa, er það, að for-
stöðumaður eins álitlegasta lestrarfélagsins hér á landi
hafði séð hjá mér spjaldskrá þá, sem ég er að semja fyrir
Landsbókasafnið, og leizt honum svo vel á það verk, að
hann spurði mig, hvort eigi mætti hafa sams konar áhöld
og svipaða. aðferð við smá söfn, eins og t. d. lestrarfélög
ættu. Ég sagði honum, sem satt er, að eigi að eins
mætti hafa hana við smá söfn sem stór, heldur væri hún
sú langhaganlegasta, og til lengdar sú ódýrasta, jafnt við
smá söfn sem stór, og að pví smœrra sem safnið vœri,
pví einfaldari og auðveldari vœri aðferðin.
Hann bað mig því næst að útvega sér áhöldin, og
gerði ég það. Jafnframt bað hann mig, að rita sér við
fyrstu hentugleika einfalda leiðbeining til að nota þau.
Þetta var í haust, er leið. Þegar ég fór nú að hugsa,-
um að taka saman leiðbeining þessa, þá sá ég brátt, að
margir aðrir gátu haft gagn af henni, því fremur sem
ekkert orð er mér vitanlega skráð um þetta efni á is-