Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 114
ii4
«Svei! Engir aðrir en yngisselirnir fara til Otur-
eyjar. Ef við færum þangað, mundi okkur verða brugð-
ið um raglyndi. Við' verðum að halda uppi áliti okkar,
góða mín«.
Fönguður bældi hausinn drambsamlega niður við sín-
ar feitu herðar og lét sem hann ætlaði að sofna í nokk-
urar mínútur; en alt af gaf hann raunar nákvæmar gæt-
ur að, hvort ekki byðist orusta. Nú, þegar allir selirnir
og konur þeirra voru á landi, mátti heyra ysinn og þys-
inn langar leiðir á haf út, og það jafnvel þótt rok væri
á. Það er lágt talið þó að sagt sé, að ein miljón sela
hafi verið á fjörunum, — selafeður og selamæður, smá-
kópar og yngisselir, og alt þetta barðist og vældi og velt-
ist og lék sér; flokkar og stórhópar voru að draga sig
niður til sjávar eða upp úr honum; aðrir huldu hverja
fetsbreidd af klöpp eins langt og augað eygði og glimdu
í smáhópum í þokunni. Það er nærri því alt af þoka á
Novastoshna, en þó ber það við, að birtir fyrir sól og
um stund glóir þá alt og gljáir í perlum og regnboga-
litum.
Matka fæddi Kotick son sinn mitt í allri þessari þröng
og hann var að heita mátti ekki annað en höfuð og herðar,
með iöl, vatnsblá augu, eins og kópar gerast; en það
vár eitthvað um feld hans, sem kom móður hans til að
hyggja að honum mjög vandlega.
»Fönguður«, sagði hún að lokum, »sonur okkar ætl-
ar að verða hvíturU
»Tómar sandmigur og þurt þangU fnæsti Fönguður;
»það hefir aldrei verið neitt þvílíkt til í heiminum, sem
er hvítur selur«.
»Ekki get eg við því gert«, sagði Matka, »nú ætlar
það að verða«; og hún kvað selaljóðin, sem allar sela-
mæður kveða við börn sín.
(Aðalefnið er, að kóparnir megi ekki leggjast til