Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 59
59
skildum Schaffhausen- og Walliser-vínunum eru þau fæst
góð, og á bragðið líkari sýrublöndu en víni. Vínhvörfin
eru fyrir norðan Alpafjöll hjer um bil 500 m., en 7—800
m. fyrir sunnan fjöllin. Aldintrjárækt er mikil i Meðal-
landinu og þykir borga sig betur en vínyrkja. Rúgur
•og hveiti eru aðalkorntegundirnar fyrir norðan Alpana, en
mais fyrir sunnan þá. Kál- og kartöflurækt er viða allmikil
og kartöflur vaxa enda á stöðum, sem eru 1800 til 2000
m. yfir sjávarflöt. Viða í Meðallandinu hefur þó korn-
yrkjan á seinni árum orðið að lúta í lægra haldi fyrir kvik-
fjárræktinni, sem er talin mildu arðsamari en kornyrkjan,
og víða þar, sem áður voru kornekrur, eru nú einungis
ræktaðar ýmsar tegundir fóðurgrasa (t. a. m. ,esparsette‘,
smári og ,luzerne‘). Hör- og hamprækt er allmikil í hjer-
aðinu Bern. Helztu trjátegundir í Meðallandinu eru stein-
eik, bækitrje og greni (rauða- og hvítagreni). Austan til í
Júra eru einkar fagrir skógar, enda leggja hjeraðsbúar
mikla alúð á trjárækt. Þegar hærra dregur frá sjávarfleti,
hverfa eiki- og bækitrjen, en mösur, fjallaskur, erli- og
birkitrje taka við, er þeim sleppir. Efst í skógabelt-
inu vaxa eintómir barrviðir; einkum er ein furutegund
(pinus cembra) alltið og hittist jafnvel sumstaðar í hliðum,
sem liggja 2500 m. fyrir ofan sjávarborð; er hún aðal-
trjátegundin í hinum friðuðu skógum, sem eg nefndi að
framan. Eins og eðlilegt er, verður skógurinn lágvaxnari,
úfnari og kyrkingslegri þess ofar sem dregur, og að síð-
ustu verður hann eintómt kjarr og fjalldrapi, unz hann
hverfur með öllu.
Úr forsælu skóganna skulum vjer nú bregða oss inn
á hina grasgefnu og sólsælu fjallhaga. Ber þar fyrst fyr-
ir augun lág og þokkaleg selbýli og hjarðir af þriflegum
•og hnarrreistum nautgripum. Gróður hinna efri fjallhaga
á að mörgu leyti sammerkt við gróður heimskautaland-
anna. Þar er kyrkingur í flestum jurtum; blöðin stinn