Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 46
brunnklukkur o. s. frv,; en þetta varð alt að sitja á
hakanum.
Hg vona að mér hafi tekist nokkurn veginn það
tvent, sem eg hafði fyrir mark og mið, þegar eg byrj-
aði að semja ritgjörð þessa: að koma fram með yfirlit
yfir íslenzka skrimslatrú, eins og hún hefir verið og er,
og að sýna fram á eðli skrimslanna að svo miklu leyti,
sem kostur var á. Það var engin vanþörf á því fyrra,
því bæði eru frásagnir Jóns Arnasonar um skrimsli mjög
ófullkomnar og mjög óskipulegar, þar sem hann bútar
þau i sundur, og skiftir því í tvo flokka, sem saman
á i raun réttri; og ekki tekur betra við í Þjóðsögum
Jóns Þorkelssonar þar, sem alt er á ruglingi og ringul-
reið. Að því er snertir seinna atriðið, þykist eg hafa
náð takmarki rnínu, ef menn fá ljósari hugmyndir um
eðli skrimslanna, eftir að hafa lesið ritgjörðina, en menn
höfðu áður, ef hún miðar til þess að sýna mönnum
fram á, að mörg skrimsli, sem sögur fara af, eru upp-
spuni einn, en sum aftur veruleg dýr, sem ekkert er
kynjalegt við, og að ekkert kynjalegt er til í riki nátt-
úrunnar í raun réttri, þótt margt beri þar fyrir augu og
anda, sem menn skilja ekki enn þá og ef til vill aldrei.
Eg vildi óska, að ritgjörð mín stuðlaði til þess að minka
hjátrú þá , sem höfð er á skrimslum, því öll hjátrú er
banvænt eitur, þótt mönnum sé það ef til vill ekki fuli-
ljóst; og vil eg klykkja hana út með því að skora á
menn, sem þykjast sjá skrimsli, að skýra sem greinileg-
ast frá þeim í einhverju blaðinu. Blöðin hafa margt
meðferðis, sem ómerkilegra er en áreiðanlegar sagnir
um skrimsli, því þær falla oft saman við sagnir um
sjaldgæf dýr eða sjaldgæfa viðburði, og skil eg því ekki
í öðru en að þau tækju við slikum frásögnum fegins
hendi. Svo ættu einhverir, sem til þess væru færir