Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 88
88
meiri en hæðin, heitir brotið aflangt (afl.) eða grallara-
brot (gr.). — Þannig má tala um mj. 2°, br. 2°, afl. 8C
eða gr. 8°, mj. 8° o. s. frv.
Flokkun bóka.
Margvíslega má flokkun hafa á bókum. Menn flokka
öll vísindi eða mannlega þekkingu niður eftir vísindaleg-
um reglum, og þó eigi allir á einn veg. En alls ekki er
slík flokkun með öllu hæfileg til að skifta bókum eftir.
Þar verður einatt að fara meira að því, hvað hagkvæmt
(praktískt) er, heldur en eftir hinu, hvað vísindalega sé
réttast.
Elokkun bóka getur verið með tvennu móti meðai
annars: flokkun í bókaskrám og ffokkun (röðun) í skáp-
um og á hillum. Um hillu-röðun bóka má það segja hér,
að í örlitlu safni (t. d. 2 — 300 binda) má á sama standa,
í hverri röð bækurnar eru á hillunum; bezt, að raða þeirn
eftir broti að miklu leyti, til ráin-sparnaðar. En annars
skal ekki meira um þá röðun ræða hér að sinni, en víkja
heldur að flokkun bóka á bókaskrá.
Margvíslega má flokka bækur. Visindaleg flokkun
ýraðigreina er alls ekki sama sem hentug (praktisk) flokk-
un bóka. Margvísleg flokkaskipunar-kerfi bóka eru til, og
eigi allfá mjög góð, svo að vandhæfi er á að velja það,
sem bezt sé. En það stendur ekki heldur á svo ýkja-
miklu tiltölulega, hvert kerfið valið er. Hitt er vanda-
samara, að heimfæra bækurnar rétt undir þá flokka, sem
maður hefir einu sinni valið sér. Það er óhætt að segja,
að það er lang-vandasamasta atriðið í allri bókvörzlu-
fræðinni.
Ég vil nú leyfa mér að ráðleggja mönnum að við-
hafa aðalskifting eða flokkun þá sem hér greinir;
000 Almenn rit
100 Heimspeki