Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 78
7«
rætur ýmissa jökla hafa verið gerðir hellar úr snjó og ísr
sem mönnum gefst færi á að skoða fyrir ákveðinn inn-
gangseyri. Enn er ótalinn einn atvinnuvegur Svisslend-
inga, sem virðist eiga góðar framtíðarhorfur; það er raf-
magnsnotkunin. Er hún víða komin á góðan rekspöl, svo
sem við Schaffhausen og í ýmsum fjallahjeruðum; er það
'all-alment að smáþorp og kauptún, þar sem ekki búa meir
en 700—900 manna, eru eingöngu raflýst; heyrði eg sagt,
að rafmagnslampinn kostaði þar ekki nema 10 fr. um ár-
ið og er það harla ódýrt.
Margir Svisslendingar, einkum menn írá Graubunden,.
Tessín og Glarus, verða vegna atvinnuskorts að fara af landi
burt til þess að leita sjer atvinnu. Víða í löndurn hitta
menn opt og einatt svissneska kaupmenn,verkfræðinga, kenn-
ara, gestgjafa, þjónustumenn o. s. frv. En fæstir þeirra í-
lengjast erlendis, og innilegasta og heitasta ósk þeirra manna,
sem leita sjer atvinnu í öðrum löndum, er að græða svo mik-
ið fje, að þeir geti á gamalsaldri horfið aptur heim til átt-
haga sinna og borið þar beinin. Víða má sjá þess vott, að
Svisslendingar, sem auðgazt hafa erlendis, gleyma ekki sveit
sinni eða ættborg. Margt afskekkt Alpaþorp á að þakka
slíkum velgerðamanni skóla eða sjúkrahús og í borgun-
um bera reisuleg og fögur stórhýsi vott um rausn og
höfðingskap svissneskra auðmanna.
Innanlandsverzlun i Sviss er allblómleg og sama
máli gegnir um viðskipti við önnur lönd. Arið 1893
námu aðfluítar vörur um 916 millíónum franka, en út-
fluttar vörur 66'; millíónum. Velmegun þar i landi má
)'firleitt heita allgóð, og í sumum borgum, einkum Basel
og Bern, eru saman komin mikil auðæfi. I Basel eru
rúmar 90,000 íbúa; þar voru í sumar er leið 553
gjaldendur, er guldu eignaskatt af r00,000—200,000 fr.,
434 af 200,000—500,000 fr., 180 af meir en ’/s millíón
og loks 154, sem áttu 1 millíón eða meira.