Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 67
67
en þjettbýli mest er í norður- og vesturfylkjunum. í Genf-
erfylki búa jafnvel 383 menn á hverjum Q kíló-
metra, en í Graubiinden að eins 13.
Tveir þriðjungar landsmanna eru þýzkir að ætt og
uppruna, en jafnframt hefur töluverð kynblöndun átt sjer
stað og Alemannar hafa kynblandazt bæði við Rómverja,
Kelta, Búrgunda og Austgota. Þessar tvær millíónir
landsbúa byggja einkum Norður- og Mið-Sviss og tala
þýzkar mállýzkur; en allflestar eru þær lítt skiljanlegar
Þjóðverjum. Aptur á móti er háþýzkan bókmál þeirra,
eins og alkunnugt er. Einn þriðjungur landslýðsins er
af rómönsku bergi brotinn. Þar af eru rúmir 2/s hlutar
Frakkar, er byggja vesturhluta landsins; 200,000 Italir, er
búa í Tessin og syðst í Graubiinden. Loks búa um
40,000 Rhætorómanar i Engadin og Rínardölunum hin-
um efri. Að ytri ásýndum eru hinir germönsku og róm-
önsku Svisslendingar allólíkir. Hinir fyrri eru venjulega
ljóshærðir, allþreknir og enda luralegir í vexti; hinir síð-
ari eru grennri og smágerðari, svarteygir og dökkhærðir
og hörundsliturinn heldur móleitur. Þjóðernin eru þann-
ig í raun rjettri 3 og tungurnar 4, þó að ítala og
Rhætorómana gæti, eins og eðlilegt er, lítið í samanburði
við Þjóðverja og Frakka. Verður það ekki varið, að
ýmsir annmarkar á þjóðlífi Svisslendinga eiga rót sína að
rekja til þess, að þjóðernin eru svo sundurleit. Bæði er
hætt við að meiri brögð verði að hreppapólitíkinni, sem
um langan aldur hefir verið þjóðarmein Svisslendinga,
þar sem þjóðernin eru svo mörg, og í annan stað er það
því til fyrirstöðu, að alþjóðlegar bókmenntir geti risið upp
og dafnað. Því að þýzkumælandi Svisslendingar rita
auðvitað að eins á þýzku og Frakkar á frönsku. En á
hinn bóginn eiga þýzkar og frakkneskar bókmenntir að
þakka Svisslendingum marga ágæfa rithöfunda og frábærar
ft*