Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 22
22
ur. Kemst dýrið þá ekki aftur út um blöðrumunnanu,
þvi að hárbroddarnir verða ávalt fyrir því.
Flestar blöðrujurtartegundir, aðrar en þessi, hafa
biöðku, er lykur fyrir blöðrumunnann að innanverðu.
Hún er fest einu megin eins og á hjöritm. Þegar dýr
koma við hana að utanverðu, opnast hún inn á við, svo
að þau komast inn í blöðruna; að því búnu feliur hún
fyrir opið aftur og lokar blöðrunni.
Menn hafa ekki fundið neinn meltivökva í gildrum
blöðrujurtanna eða önnur efni banvæn dýrunum; þau
láta þvi ekki strax líf sitt í gildrunni. Geta þau liíað
góðu lífi þar inni marga daga, en eftir lengri eða
skemmri tima láta þau þó lífið. Ætla menn að flest
þeirra deyi úr hungri eða af.loftleysi þar inni. Getur og
verið að sum séu komin að fótum fram, er þau lenda
þar, og deyja þau þá réttum ellidauða. Þegar dýrin eru
dauð, halda menn að þau meltist ekki eins og á biöðum
lyfjagrassins, heldur að þau rotni sem önnur hræ og leys-
ist í sundur; dregur jurtin svo til sín næringuna í gegn-
um gildruveggina. Það eru sérstakar sellur, sem að því
vinna; þeim er skipað í smáhópa, sem líta út eins og
smá stjörnur innan í blöðrunni.
Blöðrujurtin veiðir einkurn smá-vatnakrabba og lirf-
ur ýmissa skordyra, er í vatni lifa. Það ber og við að
örsmá fiskseyði verða þeim að bráð; hafa því sumir vilj-
að ætla, að þær væru skaðræðisjurtir í fiskivötnum.
Blöðrujurt sú, sem hér vex, er mjög mikil veiðijurt; hafa
fundizt leifar af -4 dýrum i einni blöðru slíkrar jurtar.
3. Flöskublöðkukynið (Genlisea). Um : o tegundir
eru þektar af þessu kyni; vex engin þeirra hér á landi,
þær eiga heima í hinum heitari löndum, einkum t hita-
beltishéruðum Afríku, Vestur-Indíum og Brasilíu. Þær
vaxa í tjörnum og á raklendi. Þessar jurtir bera tvenns
konar blöð, sem eru gildrulaus og koma jurtinni að engu