Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 144
144
inga frá Grænlandi, og er upphaf þeirra vesturför Eiríks
rauða og fundur Grænlands. Eiríkur rauði var kominn
af herskárri og harðfengri víkinga-ætt, er taldi kyn sitt til
Oxna-Þóris hersis á Ogðum. Eiríkur og Þorvaldur faðir
hans fóru af Jaðri fyrir víga sakir til Islands og bjuggu
fyrst á Hornströndum; þar andaðist Þorvaldur. Síðan
fékk Eiríkur Þjóðhildar, stjúpdóttur Þorbjarnar, er bjó að
Vatni í Haukadal, réðst hann þá suður í Dali og ruddi
lönd í Haukadal; en hann var ódæll maður, harðlyndur
og ófyrirlátssamur, og fór úr einum stað í annan fyrir
víga sakir, unz hann var sekur gjör á Þórnesþingi og
varð að flýja úr landi. Nú átti hann ekki friðland i Nor-
egi, og það var eigi heldur álitlegt að íara til Bretlands-
eyja um þær mundir. Hann sagði þeim, er honum
höfðu lið veitt, »at hann ætlaði at leita lands þess, er
Gunnbjörn, son Ulfs kráku, sá, er hann rak vestr um
ísland, þá er hann fann Gunnbjarnarsker; hann kvaðst
aptr mundu leita til vina sinna ef hann fyndi landit«
{Ldn. II. 14). Gunnbjörn var bróðir Grímkels, er nam
land um öndvert Snæfellsnes (Ldn. II. b), og ræður að
líkindum, að hann hafi fundið sker þau, er við hann eru
kend, snemma á landnámstíð. Seint á 10. öld höfðu
þeir Snæbjörn galti og Hrólfr rauðsendski farið að leita
Gunnbjarnarskerja, og er sagt að þeir hafi fundið land
(og farið þar að veiðum, en þolað þrautir miklar, eins og
Styrbjörn, háseti Hrólfs, kvað eftir draum sinn: »Bana
sék okkarn | beggja tveggja | alt ömurligt | útnorðr í
haf | frost ok kulda | feikn hvers konar | veitk af slíku |
Snæbjörn veginn«). Þeir urðu sundurþykkir og féll Snæ-
björn, en Hrólfur og Styrbjörn komust aftur til íslands
(Ldn. II. 30)1). — Nú veit enginn, hvar þessi Gunn-
1) Það er ekki sagt, að þetta land hafi verið Gunn-
bjarnarsker, þótt Al. Bugge virðist ætla að svo hafi Veriö.