Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 120
120
Zaharrofs gamla. Hann druknaði í ofsaroki árið sem
leið«.
»Eg ætla ekki að koma nálægt honum«, sagði Pata-
lamon. »Hann er óheillavænlegur. Heldurðu að það sé
Zaharrof gamli genginn aftur? eg skulda honum fyrir nokk-
ur másegg«.
»Líttu ekki á hann«, sagði Kerick. »Rektu burt
þennan hóp af fjögra vetra selum. Mennirnir ættu að
flá 200 í dag, en það er í byrjun dráptímans og þeir
eru óvanir verkinu. Eitt hundrað nægir handa þeim.
Flýttu þér!«
Patalamon hringlaði i tveimur selsherðablöðum fyrir
framan hóp af yngisselum, og þeir námu þegar staðar
másandi og blásandi. Því næst færði hann sig nær og
selirnir fóru að hafa sig af stað, og Kerick rak þá inn í
landið, en þeir reyndu alls ekki að komast aftur til fé-
laga sinna. Selir svo hundruðum þúsunda skifti horfðu
á þá rekna, en þeir héldu áfram leikum sínum eins og
ekkert hefði í skorist. Kotick gerðist einn til að spyrja,
og enginn af félögum hans gat sagt honum neitt, nema
það, að mennirnir rækju ávalt burt seli á þenna hátt um
6 eða 8 vikna tíma hvert ár.
»Eg ætla að elta«, sagði hann, og augun ætl-
uðu út úr honum er hann dragnaðist áfram á eftir
hópnum.
»Hvíti selurinn kemur á eftir okkur«, æpti Patala-
mon. »Það er i fyrsta skifti sem nokkur selur hefir
komið á drápsvöllinn af sjálfsdáðum«.
»Þey! Líttu ekki aftur«, sagði Kerick. »Það er
svipur Zaharrofs! eg verð að tala við prestinn um þetta«.
Það var að eins hálf míla til blóðvallarins, en þeir
voru klukkustund á leiðinni sakir þess að Kerick vissi,
að færi hann of hart, mundu selirnir hitna og skinnið
síðan losna af þeirn í stykkjum þegar þeir væru flegnir.