Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 49
49
Frá Genfervatni og norður að Belfort ráða Júrafjöll
landamærum milli Sviss og Frakklands. Það eru lág
fjöll, er ganga í mörgum samhliða fjalladrögum frá norðri
til suðurs. Fjöll þessi fara smáhækkandi eptir því sem
dregur suður eptir. Hæsti tindur þeirra Crét de la
Neige, skammt fyrir vestan Genfervatnið, er rúmir 1700
m. Að öðru leyti eru fjöllin hvert öðru lík og sama er
að segja um hina löngu dali, sem ganga milli fjalladrag-
anna. Með fram fjallarótunum eru blómleg og þrifaleg
þorp, skrautlegar hallir, akrar og stöku vínbrekkur; hið
efra taka við dapurlegir og myrkir barrskógar. Jarðveg-
urinn er víðast hvar krítarborinn og heldur ófrjór, enda
iifir þorri manna þar á iðnaði, en hefur akuryrkju og bú-
skap í hjáverkum.
Meðallandið milli Júra- og Alpafjalla gengur sunnan
og vestan frá Genfervatni og norður og austur að Bod-
envatni. Það er í fljótu bragði líkast miklum og breið-
um dal, en í raun rjettri er það ölduskotið og hæðótt
land með mörgum hnúkum og einstökum fjallgörðum;
en milli fjallgarðanna ganga einkar frjósamir og sólsælir
dalir. Meðallandið er yfir höfuð frábærlega vel yrkt. í
dölunum bera gular ekrur, skrúðgræn engi, fjöllitir aldin-
garðar og blómgarðar, skipuleg þorp og snotrar borgir fyrir
augu ferðamanna; brekkur þær, sem vita mót sól, eru
þaktar vínviði, og allir hálsar og fjöll eru vaxin lauf-
grænum skógi. Lækir og ár, sem spretta upp í Júra- og
Alpafjöllum, renna niður á Meðallandið og mynda þar
mörg og stór vötn, sem eru að meðaltali rúmir 400 m.
yfir sjávarflöt. Stærsta vatnið í Meðallandinu sjálfu er
Neuchátelvatn, 230 Q km. A útjöðrum Meðallandsins
eru tvö geisimikil vötn: Genfervatn 378 Q km. og
Bodenvatn 539 Q km.
Alparnir ná yfir suður- og suðausturhluta Svisslands;
4