Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 98
98
bindi aðf.-töl. 43 t. d. — Komi að eins 1 hefti í einu, þá
er tvent til; ef heftið fer þegar í útlán eða til afnota (þá
helzt stífheft til bráðabirgða), þá er það fært inn þegar
og fær sína aðf.-tölu; þegar svo titilblað bindis kemur (í
síðasta hefti bindis), þá skal rita aftan á titilbl. allar að-
fangatölur heftanna (sjá síðar). En sé heftin ekki látin til
notkunar fyrri en bindi er fult (t. d. við áskriftarbækur,
sem koma út í heftum, svo sem Aller’s Konversations-
lexicon), þá skal ekki færa heftin inn í aðfangabók, fyrri
en bindi er fult, heldur til bráðabirgða í »áskriftabókina«;
sé það tímarit, þá skal færa það inn í »tímaritabókina«
(sjá síðar), en ekki í aðfangabók fyrri en bindi heilt
er komið.
Jafnótt og hver bók er færð inn i aðfangabók,
skal marka aðfangatölu hennar aýtan á titilblaðið (helzt
mitt, eða neðar). Sé ritið titilblaðslaust, þá á spázíu
fyrstu síðu að neðan. Hafi t. d. bók eins og Landfræði-
saga Thoroddsens komið í heftum, sem hvert hefir feng-
ið sína aðfanga-tölu, þá á að setja aðfanga-tölur heftanna
(hvort sem eru 2 eða fleiri) aftan á titilblað bindisins,
þegar bindið er komið alt. En auðvitað væri réttast, að
færa sem oítast slíkar bækur inn í áskriftabók.
Hafi engin aðfangabók verið haldin við safnið frá
byrjun, skyldi það vera fyrsta verk eiganda (eða hirðanda),
að taka allar bækurnar og gefa hverri aðfangamark (af
handahófi) og færa inn í bók, þótt eigi verði annað fylt
þar út, en aðfangatala og titill; en er það er búið, skal
halda á fram, sem áður er sagt, með þær bækur, er við
bætast upp frá því.
Askrijtabókin er bók, þar sem inn eru færðar (aðfanga-
tölu-laust) bækur (aðrar en tímarit og blöð), sem koma út
í heftum. Þar fara nokkrar línur undir hverja bók, ef á
þarf að halda. Hana má færa þannig: