Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 61
61
sögur hefjast. í eins konar steinbrandslögum í fylkjun-
nm Zurich og St. Gallen hafa fundizt verkfæri úr steini
og beinum, sem virðast benda á, að þar hafi búið menn
milli eldri og yngri ísaldarinnar. Eptir lok seinni ísaldar-
iunar virðast íbúar Meðallandsins og Alpadala hinna meiri
hafa hafzt við í hellum og klettaskorum og haft hrein-
dýr og moskusnaut sjer til matar. í ýmsum hellum,
einkum kringum Schaffhausen hafa fundizt ýmsar menj-
ar þessarra manna. A steinöldinni og eldri eiröldinni virð-
ast íbúar landsins aðallega hafa búið í hinum svo nefndu
staurabýlum, 'Voru þau reist á staurum, sem voru reknir
niður i vötnin skammt frá landi og síðan þaktir hrísi og
mold; frá býlunum lágu lyptibrýr til lands. Þegar tímar
liðu fram, sukku staurarnir með öllu saman ofan í vötn-
in og hafa síðan um margar aldir verið huldir sjónum
manna, þar til er menn aftilviljun rákust á þá aptur 1854
í Ztirichervatni. Eptir það fóru fornfræðingar að leita að
slíkum býlum í öðrum vötnum og komust þá á þá
skoðun, að flest vötn þar í landi hafi einhverjar slíkar
leifar að geyma. Ymsir munir, sem fundizt hafa í grennd
við staurabýlin, bera vott um, að menn þeir, er bygðu
þau, yrktu korn, höfðu alidýr, ófu dúka úr hör og ull og
smíðuðu vopn og skrautgripi af miklum hagleik. Býli
þessi virðast hafa verið undir lok liðin nokkru áður en
Rómverjar lögðu landið undir sig. Hinar fyrstu áreiðan-
legu heimildir um Sviss og íbúa þess hefur hið fræga
sagnarit Caesars: »Um ófriðinn við Galla« að geyma.
Segist honum svo frá, að þjóð, er hann nefnir »Helvetii«,
hafi haft bólfestu milli Júra- og Alpafjalla. Vegna land-
þrengsla höfðu þeir tekið sig upp með öllu hyski sínu
og ætluðu að flytja sig búferlum til Suður-Gallíu. En
Caesar fór á móti þeim, gjörsigraði þá hjá Bibracte (í
grennd við borg þá, er nú heitir Autun) og neyddi þá til
að hverfa aptur heim til átthaga sinna. Á fyrstu öld eptir