Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 113
113
flokkum og stórhópum og neru af hvert grænt strá, sem
gróa vildi. Þeir voru nefndir »holluschickie« — yngis-
selirnir — og ef til vill voru þeir 200,000 eða 300,000
að tölu einungis á Novastoshna.
Fönguður hafði rétt nýlega lokið 45. orustunni eitt
vorið, þegar Matka konan hans kom utan að upp úr
sjónum, mjúk, gljáhærð og blíðeygð; hann tók í hnakka-
drambið á henni, slengdi henni niður á klappirnar, sem
hann hafði lagt undir sig, og sagði byrstur: »Seint kem-
ur þú eins og þú ert vön. Hvar í ósköpunum hefirðu
verið?«
Fönguður lagði ekki í vanda sinn að eta neitt þessa
4 mánuði, sem hann dvaldi á fjörunum, og þess vegna
var hann vanalega geðstirður. Matka kunni sig betur en
svo, að 'nún færi að svara aftur. Hún leit í kringum sig
og mælti þýðlega: »En hvað þú er hugsunarsamur! þú
hefir þá tekið aftur okkar fornu stöðvar«.
»Víst hef eg það«, sagði Fönguður. »Líttu á mig«.
Hann var rifinn og blóðugur á 20 stöðum, nærri
blindur var hann á öðru auga og allur flakandi í sárum.
»Ö þið menn, þið menn!« sagði Matka og veifaði
öðrum afturhreifanum. »Hvers vegna komið þið ekki
viti fyrir ykkur og skiftið í friði með ykkur fjörunum?
Þú ert að sjá, eins og þú hefðir átt orustu við háhyrn-
inginn«.
»Eg hefi ekki gert a n n a ð en berjast, síðan í miðj-
um maímánuði. Það er skammarleg þröng á fjörunum í
vor. Eg hefi rekið mig á að minsta kosti hundrað seli á
Lukannon-fjörum í bústaðaleit. Hví getur ekki selfólkið
haldið sig á sínum eigin stöðvum?«
»Mér hefir oft komið til hugar, að við mundum
vera miklu sælli, ef við hefðum okkur land í Otureyju,
en ekki hér í þrengslunum«, sagði Matka.
8