Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 131
litið aftur upp til hamranna, átti jafnvel hann bágt með
að trúa því, að hann hefði verið undir þeim.
Hann var sex daga á heimleiðinni og var þó ekki
hægfara. Og þegar nann kom á land upp rétt fyrir of-
an Sæljónaeiði, mætti hann fyrstri allra selnum, sem hafði
verið að bíða eftir honum, og hún sá af augnaráði hans,
að loksins hafði hann nú fundið eyjuna sína.
En yngisselirnir og Fönguður faðir hans og allir
hinir selirnir hlógu að honum, þegar hann sagði þeim,
hvað hann heíði fundið, og jafnaidri hans einn mælti svo:
»Þetta er alt saman mjög gott, Kotick; en það má ekki
verða, að þú komir — hvaðan, veit enginn — og rekir
okkur svona upp. Mundu eftir, að við höfum verið að
berjast fyrir heimilum okkar og slíkt hefir þú aldrei feng-
ist við. Þér þótti betra að vera á flætdngi um öll höf«.
Hinir selirnir hlógu að þessu, og ungi selurinn fór
að vagga höfðinu á hliðarnar. Hann hafði kvænst þetta
árið og lét mikið bera á því.
»Eg hefi enga fjölskyldu að berjast fyrir« sagði Kot-
ick. »Eg vil einungis sýna ykkur öllum stað, þar sem
ykkur er óhætt. Til hvers er að berjast?«
»Ef þú ætlar þér að hopa undan, þá læt eg þig auð-
vitað hlntlausan« sagði ungi selurinn og hló háðslega.
»Viljið þið koma með mér, ef eg hefi sigur?« sagðr
Kotick, og grænum glampa brá fyrir í augum hans, þvr
að honum gramdist mjög, að þurfa að berjast um
þetta mál.
»Gott og vel« sagði ungi selurinn tómlega. »EJ
þú hefir betur, þá kem eg«.
Hann fekk ekki tíma til að hverfa aftur frá þesstt
ráði, þvi að Kotick skaut fram höfðinu og tennur hans
sukku í hnakkaspikið á unga selnum. Því næst reis hann
á afturhreifana og dró óvin sinn niður fjöruna, skók
9*