Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 56
að eins 2—3 mánuðir, og í Efra-Engadin (Inndalnum),
sem liggur 1900 metra fyrir ofan sjávarflöt, er sumarið
einar 7 vikur, og opt hjelar þar jörð um hásláttinn.
2500—2800 metra fyrir ofan sjávarborð leysir aldrei snjó.
Meðalhiti sveita og borga í Sviss er, eins og fyr var drep-
ið á, mjög mismunandi. I Locarno' fyrir sunnan Alpa-
fjöll er hann-j-130 Celsius, í Ziirich -j- 90, á St. Gottharð
o°, og á St. Bernharð -f- i,3. Mismunur á sumar- og
vetrarveðráttu er víða ákaflega mikill. I sumum hjeruð-
um á Meðallandinu getur sumarhitinn jafnvel orðið -j- 340
Celsius, en vetrarkuldinn aptur -j- 20°. Til fjalla eru
veðrabrigði mjög tíð, eins og eðlilegt er. Á Rigi er
hitamismunurinn t. a. m. ekki sjaldan 20° stig á einum
sólarhring. Urkoma er mikil í Sviss; er talið að
rigni eða snjói 130—160 daga á ári hverju; meðalúrkoma
er árlega 1 meter; einna mest er hún í klaustrinu Ein-
siedeln; þar er hún 1646 mm. Eptir þvi sem ofar dreg-
ur verður úrkoman fjúk eða kafald og í Ölpunum snjóar
opt um hásumar. I Efra-Engadin tekur fannir og skafla
ekki upp samfleytta 3—6 mánuði, og í hlíðum Há-Alp-
anna eru skaflarnir opt 12—20 metra djúpir, svo að sól-
in vinnur harla lítið á þeim. Mundi því snjórinn aukast
von úr viti, ef snjóflóðin og jökulhlaupin bæru hann
ekki ofan í dalina. En miklir voðagestir eru snjóflóðin,
einkum um vetur. Loptþrýstingin, sem fer fyrir þeimT
er svo heljarmikil, að hún skeliir í sundur og leggur að
velli mikil og forn trje og fellir rammger hús; en snjó-
flóðin sópa með sjer öilu, er fyrir verður: trjám, stóreflis
björgum, húsum, mönnum og skepnum. Þó eru jökul-
hlaupin enn ógurlegri en snjóflóðin, einkanlega af því,
að þau hafa enga staðbundna rás eða stefnu, eins og opt
á sjer stað með snjóflóðin, en þau breyta einatt rásinni
og dynja yfir, þegar minnst varir. Snjóflóð og jökulhlaup
hafa bæði fyr og síðar valdið miklu mann- og fjártjóni.