Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 70
senda menn, sem hneigðust að páfatrúnni, til Einsiedeln eða
Trier til þess að aptra þeim frá að taka þá trú.
Hitt rná telja kaþólsku kirkjunni á Svisslandi til gildis,
að hún hefur gert sjer og gerir sjer far um að varðveita
ýmsar fornar venjur og minnismerki, efla og styðja út-
skurð í trie og bein og afstýra því, að hinir fornu þjóð-
búningar leggist niður. Kristmunkar voru 1848 gerðir
útlaga úr Sviss og 1874 var með lögum bannað að
reisa ný klaustur. Að öðru leyti er algert trúarbragða-
frelsi í Sviss.
Atvinnuvegir og heimilishættir.
Akurvrkja og kvikfjárrækt eru aðalbjargræðisvegir
Svisslendinga; 3/4 hlutar bænda búa á óðalsjörðum sínum;
en jarðirnar eru allflestar iitlar, og verulegir stórbændut
hittast varla nema í Bern, Luzern og Freiburg. I hinum
hjeruðum landsins eru jarðirnar hlutaðar sundur í örsmáa
skika, enda er akuryrkja þar víða hvar höfð í hjáverkum
með kvikfjárrækt eða ýmiss konar iðnaði, sem þykir borga
sig betur. Hinar helztu korntegundir, sem ræktaðar eru
á Svisslandi, eru taldar að framan. Þótt undarlegt megi
þykja, er akuryrkja og kálgarðarækt hvergi stunduð með
meiri alúð en á hálendinu og i fjaliadölunum. Til sönn-
unar því, hvernig hinir ötulu og hyggnu fjallabúar leitast
við að efla gróðurinn og bæta úr gróðurleysinu, skal eg
nefna nokkur dæmi. Þeir bera viðaröskn i garða sína
til þess að flýta fyrir þroskun matjurta og káltegunda.
A vorum bera þeir flögusteina út á akrana til þess að auka
og efla sólbráðina og leysinguna. Sumstaðar í Wallis
flytja menn jafnvel með mildum erviðismunum og til-
kostnaði gróðrarmold upp á sólberar klappir og kletta-
hillur og búa þar til smágarða; en, eins og eðlilegt er,
spretta kartöflur og alls konar matjurtir þat prýðilega og
ná fullum þroska fyr en annars mundi verða. I dölun-