Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 97
97
styzt, t. d. G. Guðm. st. m. (= Guðm. Guðmundsson,
stud. med.); W. Fiske (= próf. Willard Fiske). Þá kem-
ur mjór dálkur fyrir: »h« (= heft) eða »bd« (= bundin)
eða »sth.« (= stífheft); þá enn mjór dálkur fyrir verðið,
sem borgað hefir verið, og má rita það þannig: 1,75
(= 1 kr. 75 au.), 11,25 (= 11 kr. 25 au.) o. s. frv.
Hafi bókin verir félagsbók (t. d. í bókm.fél.), og safnið
sé félagi, þá má setja »fb.« í verðdálkinn. Sé hún gef-
in, ritar maður »g« i verðs stað. Aftast (yzt á hægri
síðu) er breiður dálkur fyrir athugasemdir. Þar má rita
ýmisl. í, og skammstafa sem mest, t. d, eb. */n '07
(= endurbundin 3. Nóv. 1907); »útsl. seld */10 ’ii«
(= útslitin, seld t'. Okt. 1911). »Týnd 7/9 ’°9« o. s.
frv. Ef annað eintak nýtt hefir komið íyrir selda, ó-
nýta eða týnda bók, má setja: »e.n. 511«, þ. e. endur-
nýjuð, sjá aðfangatölulið 51 x (en það er sá tölul., sem
nýja eintakið er bókað undir).
I aðfanga-bókina á að færa bækurnar pann dag, sem
þær berast safninu, eða um leið og þær eru teknar upp
— aldrei láta pað dragast af neinni ástæðu.
Þær á að færa inn í þeirri röð, sem þær koma, án til-
lits til efnis eða stafrófsraðar. Fyrsta bókin, sem safnið
eignast, verður 1; næsta bók, sem að hendi kemur, 2;
o. s. frv. Þetta er kölluð aðfanga-tala (accession number)
bókarinnar eða ritsins. Sé bókin í meira en einu bindi,
fær hvert bindi sína aðfanga-tölu, (og það eins þó að tvö
bindi sé bundin saman, þvi að bókin gæti síðar orðið
bundin á ný og þá hvert bindi í sinu lagi). Ef öll bindi
bókar koma í einu, er bezt að færa þau inn hvert á eft-
ir öðru, hvert með sinni aðfanga-tölu. En líði tími á
milli þess, að bindin koma, skal ekkert skifta sér af því,
en færa hvert bindi inn þann dag sem það kemur; þann-
ig getur 1. bindi af bók haft aðfangatöluna 17, en 2.
7