Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 139
139
iim. Neko Egiptakonungur lét Föníka fara kringum
Afríku nálægt 600 árum fyrir Krists burð, og þurftu þeir
að vera 3 ár á ferðinni til að komast alla leið frá Rauða-
hafi og aftur til Nílarósa. Þessar fornaldarþjóðir komust
aldrei upp á rneira en strandferðir.
Meðal Norðurálfuþjóða urðu Irar fyrstir til að þess
að hætta sér út á rúmsjó, og þó voru þeir aidrei nein
siglingaþjóð.' Irar þeir, er sóítu yhr hafið til fjarlægra
landa, voru hvorki verzlunarmenn né hermenn, heldur
einsetumenn og munkar, sem leituðu einveru og næðis í
eyjum frant með Skotlandsströndum. Þeir komust til
Orkneyja og Færeyja, og hættu sér jafnvel til Islands.
Það er írskur klerkur, Dicuilus, sem segir fyrst frá Is-
landi (8u 5), og í æfintýrum og helgisögum Ira er sagt
frá enn merkilegri ferðum, sem helgir menn frá Irlandi
hafi farið til fjarlægustu landa, ef til vill alt til Ameríku.
En regluleg sæfiiraþjóð urðu Irar aldrei, og skip
þeirra voru litil og léleg. Ferðir þeirra hafa því ekkert
gildi í framfarasögu siglinganna, og engir miklir landa-
fundir eru þeim beint að þakka.
Það verður aldrei dregið af Norðurlandabúum, eink-
anlega Norðmönnum, að þeir hafa fyrstir smíðað stór og
haffær skip, sem djörfum sjómönnum var óhætt að halda
út á rúmsjó á. Norðmenn eru fyrsta þjóðin, sem lagt
hehr fyrir sig siglingar á úthah, til Færeyja og Islands,
Grænlands og Vínlands (í Ameríku)'). Endurbót skip-
1) Al. B. tniimist eigi frekara á fnnd Vínlands, enda
heyra ferðir þangað eigi undir norðurferðir, en þær eru eins
inerkiiegar fyrir því, og iná sjá af 1/singu Adams frá Brirn-
um á Norðurlöndum, að fregnir um fund Vínlands hafa bor-
ist til Danmerkur (og þaöan til Þyzkalands), því að liann
getur þess meðal fjarlægra eyja í úthafinu, og tekur fram,
að vínbet spretti þar af sjálfsdáðum, og tióg af korni, sem