Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 80
Landslag og hin mörgu smáríki, er landið hefur
greinzt í frá fornu fari, hafa tálmað því, að stórar borg-
ir risi upp á Svisslandi. Lang-fjölmennasta borg þar í
landi er Ziirich, með hjer um bil 140,000 íbúa; allar aðr-
ar borgir eru töluvert fámennari. I borgum þeim, er eg
hef sjeð, er húsasnið áþekkt því, er tíðkast annarstaðar
hjer í álfu; en stórhýsi sá eg fá, að gistihúsum undan-
skildum, sem gátu jafnazt við þess konar hús á Þýzka-
landi eða Englandi. A hinn bóginn eru bæir bænda í
sumum hjeruðum all-einkennilegir, einkum i Berner-Ober-
land og í kringum Vierwaldstáttervatnið. Það eru traust
og risuleg hús með múr- og trjágreipingum; í grennd
við bæinn eða áföst við hann eru útihúsin: hlaða, fjós,
fjárhús, þreskiláfi og vagnaskúr. Greipingarnar eru opt
huldar þakspæni; fyrir ibúðarhúsgluggunum eru venjulega
Ijósgrænir rimlahlerar, er eiga vel við lit húsanna. Sum-
staðar ganga svalir kring um ibúðarhúsið og slútir þak-
brúnin fram yfir þær; getur þvi heimilsfólkið verið úti á
svölunum, jafnvel þó stórrigning sje. Hæð undir lopt er
almennt 2 V*—2‘/2 metri. Yfir dyrunum eru opt letrað-
ir kjarnyrtir orðskviðir; stundum eru óbreyttar myndir
dregnar upp yfir dyrunum, og á stöku stað er dyraum-
búningurinn skreyttur fögrum útskurði. Upp að suður-
hlið húsanna vindast, þar sem veðráttta og loptslag leyf-
ir, vinviðarteinungar og vafningsviðir. I gluggunum
standa jurtapottar með angandi blómum og fyrir framan
gluggana er opt dálítill matjurtagarður og stundum einn-
ig blómgarður. Um sumarkvöld situr fjölskyldan optast
nær fyrir framan húsdyrnar á dálitlum trjebekk. Hús eru
þar flest bæst og þykir bæsingin gefast vel; sum eru
tjörguð. Víðast hvar voru húsin snotur og hreinleg, bæði
utan og innan. Trjehús virtust vera þar mjög endingar-
góð; á ýmsum bændabæjum í Berner-Oberland var árið,
sem húsið var reist, og nafn timburmeistarans, letrað