Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 126
126
arhöfða. En hvar sem hann kom sögðu sæbúarnir hon-
um sömu söguna. Selir höfðu komið í þessar eyjar end-
ur fyrir löngu, en menn drepið þá alla. Einnig þegar
hann svam þúsundir mílna út úr Kyrrahafi, og kom
þar sem nefnt er Straumhöfði (Cape Cor(r)ientes), þá fann
hann nokkur hundruð kláðuga seli á klöpp og þeir sögðu
honum að menn kæmu líka þar.
Nú félst honum nærri hugur og hann hélt suður
um Horn í áttina til sinna eigin stranda; og á norður-
leiðinui lagði hann sig upp á eyju, sem var alvaxin græn-
um trjám, og þar fann hann fjörgamlan se!, sem kominn
var að bana. Kotick veiddi handa honum fiska og taldi
fyrir honum raunir sínar. »Nú« sagði Kotick »fer eg
aftur til Novastoshna og mun eg aldrei hirða, þó að eg
verði rekinn í drápkvína með yngisselunum«.
Gamli selurinn sagði: »Reyndu einu sinni enn. Eg
er síðasti selurinn úr Masafuera-veiðistöð, og á þeim
tímum, er menn drápu oss hundruðum þúsunda saman,
var það að sögn haft á fjörunum, að einhvern tíma mundi
koma hvítur selur úr norðurátt og fá selfólkinu friðland.
Eg er gamall og mun ekki lifa það að sjá þann dag, en
aðrir munu Hta hann. Reyndu enn«.
Og Kotick hringaði kampana (sem voru frábærlega
snotrir) og sagði: »Eg er eini hvíti selurinn, sem nokk-
urn tíma hefir fæðst á fjörunum, og eg einn af öllum
selum, svörtum eða hvítum, hefi látið mér koma tii hug-
ar að skygnast eftir nýjum eyjum«.
Við þetta hrestist hann mjög; og þegar hann kom
aftur til Novastoshna um sumarið, bað Matka móðir hans
hann um að kvongast nú, og taka sér bólfestu; því að
hann var nú ekki lengur yngisselur, heldur fullvaxinn
fönguður með hrokkið hvitt fax á herðunum og eins
þungur, mikill og illur viðureiguar eins og faðir hans.
»Eitt árið enn ætla eg að leita« sagði Kotick. »Mundu,