Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 162
162
P. A. Munch og R. Keyser, háskólakennarar, gáfu út;
um hina norrænu máifræði og lesbók þeirra Munchs og
C. R. JJngers; um rit Munchs: »Runeskriften«; um út-
gáfu Sæmundar-Eddu og Fagurskinnu. Þessir ritdómar
voru mjög nákvæmir og höfðu rök við að styðjast.
A árunum 1840 til 1860 voru i Kaupmannahöfn og
Kristjaníu gefin út mörg fornrit, og þótti það þá mikið
mein, að eigi skyldi til vera nein orðabók yfir fornmálið.
Reyndar var von á slikri orðabók. Það var orðabók súr
er Englendingurinn Richard Cleasby stofnaðitil, en Konr.
Gíslason vann að og ýmsir Islendingar með honum; en
er dráttur varð á því, að sú orðabók kæmi út, vöktu
ýmsir norskir vísindamenn máls á þvi við Fritzner, að
hann endurbætti orðsöfn sín og semdi upp úr þeim
orðabók. Hann var í fyrstu tregur til þess, að færast
slikt i fang, en lét þó um siðir til leiðast, og svo sagði
hann sjálfur, að það hefði valdið, að áskorunin kom frá
þeim mönnum, er höfðu kynt sér orðasöfn hans, og voru
þeir menn, að hann varð mikiis að meta orð þeirra. En
fremstur í flokki þeirra manna, er skoruðu á Fritzner að
semja orðabókina, var C. R. Unger, háskólakennari.
1860 tók þá Fritzner að semja orðabókina, og haustið
1862 kom út fyrsta heftið. Bókin hét »Ordbog over
det gamle norske Sprog«, og var prentuð í Kristjaniu.
Sama árið, sem fyrsta hefti orðabókarinnar kom út, varð
Fritzner prestur í Tjödling og var þá kominn í nánd við
Kristjaníu. Orðabókin var öll komin út 1867 og er
formálinn dagsettur í Tjödling 25. d. júlím. 1867. Þess
er getið í formálanum, að þeir háskólakennararnir Unger
og Sophus Bugge höfðu hjálpað Fritzner með prófarka-
lesturinn, og Unger auk þess léð honum afskriftir sínar
af fornritum, er enn voru eigi prentuð.
Mikið var unnið, er orðabók þessi var komin út.
Áður en Fritzner tók að semja orðabókina var engin