Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 43
lízt, en það er með öllu ómögulegt, og er engin skepna
til, sem hefir slíkt á valdi sínu.
Eins og þegar hefir verið tekið fram, nrðast skrimsli
þau, sem seinast hefir verið getið um, vera gripin úr
lausu lofti, eða þá, að sögurnar um þau eru færðar mjög
úr lagi. Seinna Grímseyjarskrimslið kann þó að hafa
verið selur, en það er því til fyrirstöðu, að selum er ekki
tamt að klifra upp há björg, og annað mun selum þykja
skemtilegra en að sækja á móti grjóthríð; en vera má að
báðum þessum atvikum hafi verið bætt við til þess, að
prýða söguna. Mögulegt er og, að Tindastólsskrimslið
hafi verið ungur rostungur, því þeir hafa vígtennur mikl-
ar í efra skoltinum, líkt og bjórar og önnur nagdýr, og
víst er nm það, að rostungar eru til hér við íand, þótt
þeir séu mjög sjaldgæfir.1 Einhver ástæða hlýtur að hafa
verið til þess, að skrimslinu var jafnað saman við bjór,
ef annars nokkur fótur er fyrir sögunni, og þá er varla
um aðra skepnu að ræða en rostunginn, því 'ojórar eru
ekki til hér á landi, og lifa ank þess aldrei við sjó, beld-
ur að eins við ósalt vatn.
Aftur er ómögulegt, að dýr séu til í sjónum eins
og sjóhundunum er lýst eða Eyrarbakkaskrimslinu, og
ekkert keimlíkt þeim. Sjóhundatrúin er mjög tíð ut.vn til
í Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, og þykjast sjó-
menn oft hafa komið að hundunum uppi í bátunum á
nóttunni, en þeir hafa stokkið í sjóinn eins og örskot,
þegar þeir hafa orðið varir við mennina. Menn hafa ef-
laust hugsað sér, að þessir sjóhundar væru hundar mar-
mennlanna, eins og sækýrnar eru kýr þeirra; en þar sem
1) Bjarni Sæmundsson: Om Hvalrossens Forekomst
ved Islaud i ældre og nyerc Tider, í Videnskabelige Med-
■delelser fra den naturhist. Foren. i Kbh. 1897, bls. 201 —
210.