Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 40
40
stjóra Grímssyni á Miðhúsum á Reykjanesi frá atburði
þessum1 2).
I Þorskafirði vestra er getið skrimslis eins, er á að
vera hættulegt fyrir skip og leitast við að hvolfa undir
mönnum. Það hefir oft sést, og lítur þá út eins og skip
á hvolfi*).
Enn eru til nokkur sjóarskrimsli, sem kend eru við
ýms dýr, og kippir mjög í kynið til laxamóðurinnar og
silungamóðurinnar, sem áður hafa verið nefndar. Sela-
móðirin á að vera þar, sem mikið er af selum. Hún er
hin mesta meinvættur, og etur upp alt, sem kemur nærri
henni. Einu sinni er sagt, að selamóðir hafi synt upp í
Hvitá3). Sk'ótumóðir er þar fyrir, sem mjög mikið er af
skötum. Hún er hin versta óvættur og fjarskalega stór,
svo að mjög grynnir á færum, þegar hún færir sig upp
undir sjávarflötinn. Það er almenn trú, að þegarsjómenn
draga tíða skötu, komi skötumóðirin upp undir skipinu,og
sökkvi því með þvi móti, að hún slái sínu barði á hvort borð,
og dragi þau svo niður. Þetta á að hafa komið fyrir
með teinæring undir Jökli. Jón ÞorJáksson, skáldið, var
þar og á bát, er skötumóðir lagði börðin upp á borð-
stokkana, og ætlaði að draga bátinn í kaf, en hann greip
stóra sleddu og risti af henni börðin, svo að hún hafði
sig á burt. Gísli Konráðsson var og á skipi 1805, 17
ára gamall, er vart varð við skötumóður fyrir Álftanesi
syðra; svo það eru engin smámenni, er komist hafa í
tæri við ferlíki þetta. Einu sinni á skötumóðir líka að
hafa slengt börðunum upp á öldustokka á hafskipi í ís-
Jandshafi, en kaupmenn gengu að með axir, og hjuggu
1) Eftir handriti Gísla KonráSssoimr x Gráskintiu og
Jóns doktors l’orkelssonar yngra.
2) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 138.
3) Sama rit, bls. 632.