Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 87
«7
sem eru yfir 12 þuml. háar, en eiga heima ofar í skápn-
um að efni til. Mun 1 hilla nægja oftast, ef bækurnar
eiga að standa; en vel fer og að hafa nokkrar hillur 4—5
þuml. háar neðst, ef stóru bækurnar eiga að liggja].
Aldrei skyldi skáp hærri hafa en 3 al. 10 þml., eða 3 ’/s
al. í mesta lagi, svo að meðalmaður nái upp í efstu hillu,
er hann stendur á gólfi, án þess að þurfa skemil eða rið
til að stiga upp á.
Bezt er (einkum ef skápur er baklaus, sem vel má
vera), að láta skápinn ekki standa alveg þétt við þilið,
heldur 2—3 þuml. frá þiii. Við það vinst það, að ýkja-
breiðar hækur þurfa lítið (eða minna) fram úr hillum að
standa, enda bækurnar öruggari fyrir skemdum, ef raki
er í þili. Varðveitast þær betur, ef loftið nær að leika
vel á miUi þeirra og þils.
Brot bóka.
Það er gamall vani, að nefna tvíblöðunga-brot (Jolio,
2°), fjórblöðunga-brot (quarto, 40), áttablaða-brot (octavo,
8°), tólfblaða-brot (duodecimo, 120), sextánblaða-brot (sedeci-
mo, 160), átjánblaða-brot (duodevicecimo, 180) o. s. frv.
En með því að arkastærð er nú orðin svo margvísleg, er
oít eigi auðið að sjá, hvert brotið er að réttu lagi. Því
er hentast, að skifta sér ekkert af því, hversu örkin er
er brotin, en nefna brotin eftir hæð, þannig, að nefna
bækur:
15 '/4 þml. eða hærri.................2°
n'/i................................4°
97* — — —................8°
63/4 _ — — 12°
og allar smæri bækur................160
Sé blaðsíðu-breiddin minni en */3 af síðu-hæðinni,
má kalla brotið mjótt (mj.); sé síðu-breiddin s/4 af hæð-
inni, má nefna brotið breitt (br.); sé breidd síðunnar