Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 51
gufuskip fram og aptur um vatnið og flytja mesta ara-
grúa af ferðamönnum; hefur tala ferðamanna þeirra, sem
fara um vatnið, stundum numið á einu sumri i millíón
manna. Mjer fannst mest um litbrigðin á vatninu.
Þóttist eg sjá þar öll litbrigði milli fjólublás, blás og
heiðgræns litar, og yrði mjer litið út fyrir borðstokkinn
á skipinu, var sem fjöll, skógar, þorp og borgir fjellust
í faðma í hinu daggtæra yfirborði vatnsins.
Meðal fjallgarða þeirra, er ganga út að Vierwald-
stattervatninu, eru Pílatus og Rigi einkennilegastir og
merkastir. Pílatus er mikil og hrikaleg fjallaþyrping að
vestanverðu við ' vatnið. Fyr á öldum hjeldu menn að
alls konar ófreskjur og vondar vættir ættu heima í fjall-
garði þessum, á meðal annarra landstjórinn Pílatus, og
dregur þyrpingin nafn sitt af honum. Fyrir rúmum io
árum var eimbraut lögð upp eptir fjallinu og reist mikið
og skrautlegt gistihús á hæsta tindi þess, sem er 2133
m. Rigi er fjallaspilda, 8—10 mílur að ummáli, er geng-
ur niður að Vierwaldstáttervatninu og örmum þess.
Rigi er miklu gróðursælli og hýrlegri ásýndum en Pílat-
us. Upp eptir öllum hlíðum skiptast á grösugir hagar,
dökkgræmr skógar, sel og gistihús. Tvær tannhjólabraut-
ir, önnur að sunnan, hin að norðan, ganga upp á hæsta
tindinn, er nefnist Rigikúlm (1800 m.); er víðsýnið það-
an orðlagt um viða veröld. Á hverju sumri fara tugir
þúsunda af útlendingum og þarlendum mönnum með
fjallbrautunum eða fótgangandi upp á Rigi til þess að
njóta víðsýnisins og dást að því. Þegar skyggni er mjög
gott, sem er, því er ver og miður, heldur sjaldhitt á
Rigi, er hringsýnið meir en 100 mílur að ummáli. í
austri rísa Alpafjöllin í hjer um bil 40 mílna fjarlægð
eins og afarhár víggarður með ótal leiptrandi vígturnum;
eru það jöklarnir í Berner- Oberland. I vestri blasa
4*