Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 92
92
greindum deildum, eftir vísindagreinum, svo að skipa
megi einstökum deildum þeirra undir aðra flokka eða
deildir. Almenn tímarit (ekki sérfræðileg, sem heyra öðr-
um flokkum til). Fréttablöð. Einstök fjölfræðirit. Sam-
tíningsrit og blönduð rit (efni til heyrandi 2, 3 eða fl.
flokkum).
ioo Heimspeki. Þar heyra undir fyrst og
frernst almenn heimspekileg rit. Heimspekil. féiagsrit og
timarit. Þurfi undirskiftingar í deildir, má kalla 1 yo Sál-
arfræði, 160 Rökfræði (hugsunarfræði), 170 Siðfræði, og
180 Sögu heimspekinnar (og einstök fræðikerfi).
2 o o Trúarbrögð. Hér er fyrst að telja biblí-
una og einstök rit .hennar, á frummáli og i þýðingum.
Þar næst rit um hana, skýringar á henni o. s. frv. Þá
rit, er snerta þjóðkyrkju-trúna (með undirskiftingum, ef
þarf, eftir efni). Þá rit um aðra trúflokka og trúarbrögð
og þeirra kenningar. Þá goðafræði, þjóðsögur (er að á-
trúnaði lúta). Fæst smá bókasöfn hér á landi munu
þurfa á verulegum undirskiftingum í deildir (og greinir)
að halda. Safn eins og Prestaskóla-bókasafnið þarf vitan-
lega að halda it fullri deildaskifting, og í sumum deildum
á greinaskifting1). Auðvitað heyrir kyrkjusaga ('nvort held-
ur er almenn eða eins tímabils eða lands) undir trúfræði-
flokkinn, en ekki sögu-flokkinn (þó að vel megi taka rit,
er snerta kyrkjusögu Islands, undir sögu landsins, ef bóka-
safnið hefir lítið um guðfræði). Eins heyrir heimspeki trú-
arbragðanna undir þennan flokk, en ekki heimspekiflokkinn.
Rit á móti trúarbrögðum heyra og þessum flokki til.
joo. Mannýélagsýrœði. Til þessa flokks
heyra rit i ýmsum fræðigreinum: Hagskýrslur (hagfræði);
stjórnfræði; auðfræði (þjóðmegunarfræði); lögfræði (með
sínum undirskiftingum); umboðsstjórn; félög og stofnanir;
1) Við skrásetning þess þarf því aS hafa vjð hönd full-
komið flokkunar-yfirlit.