Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 95
95
900. Saga (og landafrœði). Almenn mann-
kynssaga. Alm. landafræði og ferðasögur (úr ýmsuin
löndum) [Landfræði hvers einstaks lands og ferðasögur
um það má heimfæra undir einstök lönd, er svo smátt
er skift]. Ævisögur (ævisagna-orðbækur); ættartölur, sendi-
bréf, eftirmæli, myndir af mönnum o. fl. Fornaldarsaga
alm. Miðaldasaga alm. Nýja sagan alm. Einstakar þjóð-
ir eða ríki, hvert undir sínu nafni, eftir álfum, og í
hverri álfu eftir stafrófsröð.
Sé um stór söfu að ræða, er enginn hlutur jafn-
vandasamur sem að heimfæra bækur rétt undir flokka-
skipun þá sem valin er, hver sem hún er. Það hefir
verið sagt, og sagt með sanni, að sá sem á að geta orð-
ið »góður flokkari, þarf að vera gagnmentaður maður,
ákaflega fjölhæfur og fjölfróður, hafa góða yfirlitsgáfu,
glögga dómgreind og frábært minni, og ofan á þetta
talsverða verklega æfingu«. An æfingar getur sá, sem
hefir alla hæfileika aðra til þessa að bera, ekki gert sér
minstu hugmynd um, hvert vandaverk þetta er, og hvern
tíma það tekur.
Ég vil geta þess, að þar sem meiri eða minni flokk-
un er viðhöfð, er réttast, að setja jafnan fremst, hvort
heldur i flokki, deild eða grein, in almennu rit þess
flokks, deildar eða greinar; þá tímarit og félagsrit.
Annars vil ég ætla, að í flestum þeim bókasöfnum,
sem hér er um að ræða, sé næsta þýðingarlítið, hvernig
skift er, eða hvort nokkur veruleg skifting er höfð á bók-
unum eða ekki, allrasizt að skifta þurfi nema í 10 aðal-
flokkana.
Aðfanga-bókin.
Nauðsynlegasta bókin, sem halda þarf við hvert bóka-
safn, stórt eða smátt, er aðfanga-bókin (accession book);