Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 123
123
svefni, eins og þá var, og löfðu afturhreifarnir til hálfs
niður í sjóinn.
»Vaknaðu!« sagði Kotick og brýndi raustina, því að
mávarnir höfðu mjög hátt.
»Ho! Ho! Hurf! Hvað er þetta«, sagði Sæforni
og laust næsta rostung með skögultönnum sínum; sá
laust þann er næstur honum var og gekk svo koll af
kolli unz þeir vöktu allir og gláptu í allar áttir nema þá
sem rétt var.
»Hi! Það er eg«, sagði Kotick, sem hossaðist i
ylgjunni og leit út eins og lítill hvitur snigill.
»Nú, nú! Flái mig!« ságði Sæforni, og þeir litu allir
til Koticks eins og félag syfjaðra, roskinna heiðursmanna
mundi líta til drenghnokka. Kotick fýsti ekki að heyra
meira um fláning í svip; honum var nóg boðið af þvi,
sem hann hafði séð af sliku; hann kallaði því upp:
»Er enginn staður úl, þar sem selir geta komið, en menn
aldreir«
»Farðu og findu hann«, sagði Sæforni og lokaði
augunum. »Hafðu þig á burt. Við eigum annríkt hér«.
Kotick stökk í loft upp eins og höfrungur og æpti
eins hátt og hann gat: »Skelæta! Skelæta!« Hann vissi
að Sæforni hafði aldrei á æfi sinni tekið fisk, en var alt
af að grafa til skelja og róta í þangi, þó að hann þætt-
ist vera mjög geigvænlegur náungi. Allir sjófuglarnir,
ritur og kríur og lundar og svartbakar, sem sjá sig aldrei
úr færi til að sýna af sér ókurteisi, tóku svo sem auð-
vitað undir hrópið og — eftir því sem Limmershin sagði
mér — i alt að því fimm mínútur hefði ekki heyrst
byssuskot á Rostungseyju. Allir eyjarbúar görguðu í sí-
fellu: »Skelæta! Starik (karldurgur)!« en Sæforni bylti
sér og hóstaði og stundi.
»Viltu nú segja frá því?« sagði Kotick lafmóður.
»Farðu og spurðu sækúna« sagði Sæforni. »Ef hún er